miðvikudagur, júní 21, 2006

Sprungið á hjólinu

Ætlaði að hjóla í vinnuna í morgun. Var mætt algölluð niður í hjólageymslu þegar ég sá að afturdekkið var marflatt. Æddi upp aftur og skipti um föt í snarhasti og geystist af stað á Litla rauð sem eiginlega átti að fá að hvíla sig í dag. Bar hjólið upp eftir vinnu og parkeraði því á hvolfi út á svölum og sjá. Þarna glotti framan í mig stórt grænt glerbrot - nærri eins og vel skorinn demantur! Mikið vildi ég að bæjarstjórn Kópavog smitaðist af af nýrri borgarstjórn í Reykjavík og léti hreinsa bæinn. Ekki minnst sópa gangstéttir og stíga reglulega. Þarna í göngunum, þar sem ég held ég hafi fundið glerbrotið, eykst bara glerbrotasafnið. Ég held það hafi aldrei verið sópað í vor.
Náði göngutúrnum í dag og vel það. Labbaði í vinnuna síðdegis og aftur til baka - það eru 2x45 mínútur og reiknast bara gott. Þá eru 11 dagar eftir.

Engin ummæli: