laugardagur, júní 03, 2006

speltflatbrauð

200 g spelt, fínmalað
100 g. spelt, grófmalað
1 tsk salt
1/2 dl. ólífuolía
1 1/2 dl sjóðandi vatn
1 msk kúmen

Setjið spelt í hrærivélarskál með salti, olífuolíu og kúmeni. Hellið sjóðandi vatninu saman við og hrærið á meðan. Skiptið deiginu í 8 hluta og fletjið út þunnar kökur. Hitið pönnu án olíu og steikið kökurnar.

fiskikæfufylling
100 g rækjur
100 g rjómaostur
1/2 dl pistasíuhnetur
1/2 msk límónusafi
örlítill hvítur pipar

Setjið allt sem á að fara í kæfuna í matvinnsluvél og maukið saman. Smyrjið flatkökurnar með kæfunni, leggið tvær og tvær saman eða rúllið upp.

Engin ummæli: