sunnudagur, ágúst 22, 2010

Helgin

Íbúðin næstum komin í sæmilegt ástand. Eina sem ég sakna verulega er kæliskápur. Hef von um einn slíkan eftir helgi. Mikið að gera í vinnunni, en allt óráðið ennþá. Við Hrafnkell hittum á föstudag nokkra í nefndum sem stýra okkar málum. Við spjölluðum um söfnin og þau fengu að vita hvað við meinum um málin.

Ætlaði skreppa til Akureyrar um helgina og hitta vinkonur en varð að hætta við það því bakið á mér fór í fýlu. Svo sem í lagi. Íbúðin þurfti á mér að halda. Slappaði bara af í gær og las "Bókaránið mikla" - mæli með henni. Og í dag þvoði ég þvott, skúraði gólf og fór í labbitúr í Selsskógi með Sjöfn og Viktoríu. Yndislegt veður og við sáum (og borðuðum) fullt af berjum. Bláber, aðalbláber og dálítið af hrútaberjum. Namm.

Engin ummæli: