sunnudagur, nóvember 11, 2007

Verkefnin

Skemmtilegir þessir sunnudagar. Skutlaði bóndanum út á flugvöll í morgun og síðan er ég búin að sitja og brjóta heilann yfir internetverkefninu. Verst að maður efast alltaf um hvort valið hafi verið skynsamlegt, hvort maður sé að gera þetta rétt og hvað sé nóg. Flokkunarverkefnið verður bara að bíða til fyrramáls eða eitthvað. Var búin að kíkja á það - ekki bara einu sinni heldur tvisvar og fékk enga vitrun. Gaman að vera námsmaður. En en - danskur spennuþáttur í kvöld - þá verður tekin pása. Gott að hafa gulrót.

4 ummæli:

Siggerður Ólöf sagði...

Góð skepi. Internetverkefnið á eftir að ganga vel. Spái ég.

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Æ bra!
Nú langar mig til að sjá þessa dönsku þætti, þoli ekki að koma inn í miðja seríu.
En annars alltaf hressandi og skemmtilegt bloggið hjá þér. Er ekki búin að kíkja hingað inn í nokkra daga og skammast mín agalega fyrir vikið :)
Rope Yoga kennari, ætlarðu að kenna mér og gera mig hoj og slank?

Til að muna .. sagði...

Ekki bara hoj og slank frú mín góð en með geggjaða magavöðva! Viltu kannski verða ljóshærð líka ..... Hoj og slank og blond ? HA?

Frú Bartolotti sagði...

Varð að kíkja þar sem þú kvartaðir undan áhugaleysi í tímanum. Fínt blog hjá þér, nú þarf ég að finna út hvernig ég get gert svona tengil í danskan sjónvarpsþátt - eða norskan!