miðvikudagur, nóvember 07, 2007
brabra
Yndislegur dagur. Byrjaði á að SAMbýlismaðurinn keyrði mig til Kate þar sem við unnum samviskusamar að verkefni 5 í Upplýsinga- og skjalastjórn, alveg frá 10 til 16 - með örfáum matar- og kaffipásum á milli. Fór svo í strætó upp í Gló í Listhúsinu og hitti þar nokkrar konur sem voru með mér á RopeYogakennarnámskeiðinu. Yndislegt að hitta þær aftur. Svo var ég keyrð í Kópavog þar sem mér og mínum var boðið í kvöldverð hjá vinafólki okkar. Og kvöldverðurinn var ekki af verri endanum! Pekingendur eldaðar að suðurfrönskum hætti. Algjör snilld - nánast jólamatur. Og það á venjulegum miðvikudegi. En svona er það, allir slá upp veislu þegar Björninn kemur í bæinn. Auðvitað :). Og lægð gærdagsins er liðin hjá - ójá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ flottust.
Það er alltaf jafn gaman að kíkja á þína síðu og sjá þínar pælingar.
Haltu áfram flottum skriftum.
Skrifa ummæli