Fór og hlustaði á Drengina frá Syðri-Á í Iðnó í dag. Dásamlega skemmtileg tónlist og fyndnir textar. Söngarinn var reyndar dálítið mikið hás og rámur en kva ... hann var verri í útvarpinu í gær. :) Dró með mér vinkonu mína sem skemmti sér jafnvel og ég.
En - ég tók strætó í bæinn - leið 24 í Kópavogi sem á að hitta leið 3 niðrí Mjódd. En - en aumingja strætóbílstjórarnir lenda víst alltaf í þvílíkri klemmu niður við Smáratorg að svoleiðis skipulagning gengur ekki á annatímum. Þegar minn strætó kom í Mjóddina þá var þristurinn farinn fyrir 8 mínútum. Það þýddi rúmlega 20 mínútna bið eftir næsta strætó. Skil hugmyndina á bak við að allir bílarnir séu skipulagðir á sömu mínútunni á skiptistöðinni en rosalega fúlt þegar það mistekst. Fullt af fólki í strætó - á miðjum laugardegi.
laugardagur, nóvember 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli