Lenti í smá hálkuæfintýri í dag. Þurfti að skreppa í búð og fór á bílnum. Kom við á leiðinni heim hjá vinafólki sem á heima í húsagötu í laaangri brattri brekku. Bakkaði út úr stæðinu og ætlaði upp brekkuna - nix - Litli rauður bara harðneitaði og í restina þurfti ég að fara neðst í götuna - þar er slétt - og fara upp á jöfnum hraða. Sem betur fer var enginn að koma eftir aðalgötunni svo ég þurfti ekki að stoppa þar. Kann einhver trix að taka af stað á klakabúnka í brekku?
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Föndur í skólanum
Að hamast við að föndra og púsla - það er gaman að vera í háskólanámi og fá að leika sér svona. Reyndar þótti mér ekki í gaman þegar ég var að berjast við hausinn á heimasíðuverkefninu. En ég held ég sé búin að leysa málið. Það kemur væntanlega í ljós á morgun. Svo er ég að leggja síðustu hönd á dagbókarverkefnið. Óttast bara að það eigi að vera eitthvað fræðilegra t.d. ætli það eigi að vera listi með heimildum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli