fimmtudagur, september 25, 2008
vinna
Byrjaði að vinna aftur á mínum gamla vinnustað í gær. Reyndar á safninu. En bara 30%. Fann það í fyrrakvöld að mig hlakkaði til að mæta. Morguninn leið líka eins og örskot en ég er alveg út að aka - á ég að ýta á F2 - núna - eða F5 eða enter - og á ég að gera einu sinni eða tvisvar ... En þetta kemur allt. Og gamlir vinnufélagar fögnuðum mér vel. Svo yndislegt. En þetta tekur auðvitað tímann frá náminu. Mér tókst að ná inn 9 mínútum af viðtalinu í gærkvöld. Þá á ég eftir 32 ... YÆKS! Hvernig fer fólk að sem vinnur við svona!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli