Ég er búin að taka ákvörðun um að skrifa lokaverkefni um skjalastjórn. Nú er bara að finna viðmælendur sem vilja tjá sig um svoleiðis. Reyndi að bæta við skjalstjórn 2 inn í námið næsta vor en Uglan sagði nei. Ég væri með of mikið! En auðvitað fékk ég undanþágu. Vil enganveginn sleppa Borgarbókasafninu.
Þó ég ætti að vera á fullu að lesa eigindlegar og megindlegar þá þarf ég smá léttmeti líka. Kíkti inn á bóksafnið í Kópavogi um daginn og fann bók eftir Norðmanninn Jo Nesbø "Marekors". Hafði gaman af en maðurinn hefur verulega lasið ímyndarafl. Svo fann ég bók eftir Tony Hillerman sem heitir "Coyote Waits". Hafði einhverntíman lesið bækur sem hafa komið út eftir hann á íslensku og líkað mjög vel. Þegar ég fór og skoðaði Grand Canyon í fyrra keyrði leiðsögumaðurinn um indíánaslóðir og sagði okkur að við værum á söguslóðum Hillermans. Þannig að ég sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Mæli sterklega með Hillerman
miðvikudagur, september 10, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli