þriðjudagur, september 23, 2008
Aðferðafræði
Búin að taka fyrsta viðtalið - hitti afskaplega viðræðugóða og elskulega konu. Búin að afrita heilar 8 mínútur og 12 sekúndur - það þýðir að ég á bara 41 mínútu eftir! Það er fínt að afrita það sem hún segir en mínar setningar eru hálfar og tafsandi. Hm - og svo segi ég dálítið mikið OK - Ingimundur frændi minn reyndi mikið að venja mig af þessu þegar var í sveit hjá honum þegar ég var svona 10 og 11 ára. Man ég reyndi - kannski ég ætti að reyna betur núna :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég var líka að reyna að tala í dag og var svona höktandi og tafsandi. Ég öfunda dálítið þá sem hafa þann hæfileika að tjá sig vel í orðum.
Var áðan uppi í Reykholti að hlusta á Sigurð Líndal að flytja erindi um Snorra Sturluson og pólitík í Heimskringlu.Hann er vel mælskur og gaman að hlusta á hann.
Vá, rigningin úti! Gott að fara að sofa við hljóðið í henni. Góða nótt frænka. JóSk
þú verður bara að skella þér aftur´i sveit
Skrifa ummæli