Skemmtileg helgi. Byrjaði í fyrradag á því að fara með bókasafnfræðingum í heimsókn á fasteignamatið. Þar ver tekið vel á móti okkur og ég lærði slatta af hagnýtum hlutum. Fór ekki með krökkunum út á djammið. Hafði eytt fullmiklu um daginn og langaði þar að auki að fylgjast með hvernig Fjarðabyggð gekk í Útsvarinu. Grátlegt að þau töpuðu því þau voru alveg tryllingslega flink. Svo horfði ég á norsku myndina og hafði gaman af - en þýðandinn var greinilega ekki var ekkert mjög klár í norskri landafræði því hann þýddi Stavern yfir í Stavanger. Mjam - það má nú kannski fyrirgefa svoleiðis smáatriði.
Í gær var svo saumaklúbbnum boðið í Sporthúsið og í hádegismat til Rannveigar á eftir. Henni er einstaklega lagið að tala vel á móti fólki og bauð upp á mikið af gómsætri heimafenginni hollustu. Nam. Við borðuðum helling og fengum að vita hvað hafði helst gerstí sumar. Svo spíttist ég heim og skipti um föt og setti upp spariandlitið og fór í afmæli til frú Hildar sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt. Það var alveg svakalega skemmtilegt. Þau höfðu tæmt íbúðina af meirihlutanum af húsgögnum og settu svo kex og vínber og einhver drykkjarföng á strategiska staði og svo átti bara fólk að sjá sjálft um að skemmta sér. Reyndar var sungið fyrir afmælisbarnið og hún kvittaði fyrir með að syngja afmælissönginn sem þau voru látin syngja í Tjarnarborg í den. Hafði aldrei heyrt hann áður en fannst hann flottur. Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í aldri. Hildur er sjötug - en hún er samt bara stelpa - verður það eflaust alltaf.
Mikið er ég heppin að eiga svona skemmtilegar vinkonur.
sunnudagur, september 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli