Þarf að fara á morgun og kaupa bremsuklossa á bílinn minn og eitthvað járndót sem á að vera í nágrenni við bremsuklossana. Mér finnst að bílar ættu að vera viðhaldsfríir. En ég er samt heppinn að eiga góðan nágranna sem hefur gaman að því að klappa bílum. Gott þegar sá laghenti er langt í burtu, ekki mundi ég treysta mér í svona framkvæmdir.
Var á flottri Sportstefnu í Háskólabíói í dag - á vegum Herbalife. Þar var m.a. kynntur nýr sportdrykkur og fólk talaði um hvað Herba væri gott í allaveganna íþróttum. Ég vissi það nú reyndar - en mér fannst vanta besta vitnisburðinn. Gunnlaugur Júlíusson hljóp Laugaveginn í sumar - þótti víst ekki nóg og hljóp áfram Fimmvörðuhálsinn og þakkaði Herbasjeiknum fyrir jafna og góða orku. Það fannst mér sko meðmæli.
sunnudagur, september 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli