mánudagur, september 29, 2008
Eitt verkefni frá
Loksins búin að ganga frá fyrsta viðtalinu í eigindlegum! Fólk er að tala um að þetta taki 8 tíma - átta tíma - kjaftæði. Kannski tekur það átta tíma að afrita viðtalið - svo þarf maður að skrifa allavegana hugleiðinga í kringum það ... Jæja - allavega er ég hætt núna og búin að prenta út 32! siður. Ætla út að labba einn hring - svo er það tölfræðin fyrir morgundaginn. Gaman að vera í skóla - ekki satt? (Jú annars - kosturinn er sá að maður gleymir að pæla í kreppu og bönkum og þjóðfélögum á heljarþröm)
laugardagur, september 27, 2008
afritun og ofurhetjur
Mikið er miklu auðveldara að afrita þetta ... viðtal þegar maður er búin að koma sér upp almennilegum græjum (Ástarþakkir Þorgerður snillingur) Annars hef ég ekki verið nógu dugleg að halda mér að verki - þarf að setja í gírinn á morgun - klára viðtalið og þýða tölfræðispurningarnar yfir á norsku ... Það er sko nóg að gera.
Svo er ég búin að eignast nýja hetju - einn ágætur Íslendingur afrekaði að hlaupa Spörtuofurþonið á 34 tímum. Er búin að vera að fylgjast blogginu hans í nokkurn tíma. Hann hljóp Laugaveginn í sumar en þótti ekki nóg og bætti við Fimmvörðuhálsi - svo hefur hann verið að dunda sér við hina ýmsu fjallvegi. Ég dáist að svona fólki - honum, Bibbu járnkerlingu og öðrum ofurhetjum. (Er einhver öfundartónn í þessu bloggi?)
Svo er ég búin að eignast nýja hetju - einn ágætur Íslendingur afrekaði að hlaupa Spörtuofurþonið á 34 tímum. Er búin að vera að fylgjast blogginu hans í nokkurn tíma. Hann hljóp Laugaveginn í sumar en þótti ekki nóg og bætti við Fimmvörðuhálsi - svo hefur hann verið að dunda sér við hina ýmsu fjallvegi. Ég dáist að svona fólki - honum, Bibbu járnkerlingu og öðrum ofurhetjum. (Er einhver öfundartónn í þessu bloggi?)
fimmtudagur, september 25, 2008
vinna
Byrjaði að vinna aftur á mínum gamla vinnustað í gær. Reyndar á safninu. En bara 30%. Fann það í fyrrakvöld að mig hlakkaði til að mæta. Morguninn leið líka eins og örskot en ég er alveg út að aka - á ég að ýta á F2 - núna - eða F5 eða enter - og á ég að gera einu sinni eða tvisvar ... En þetta kemur allt. Og gamlir vinnufélagar fögnuðum mér vel. Svo yndislegt. En þetta tekur auðvitað tímann frá náminu. Mér tókst að ná inn 9 mínútum af viðtalinu í gærkvöld. Þá á ég eftir 32 ... YÆKS! Hvernig fer fólk að sem vinnur við svona!
þriðjudagur, september 23, 2008
Aðferðafræði
Búin að taka fyrsta viðtalið - hitti afskaplega viðræðugóða og elskulega konu. Búin að afrita heilar 8 mínútur og 12 sekúndur - það þýðir að ég á bara 41 mínútu eftir! Það er fínt að afrita það sem hún segir en mínar setningar eru hálfar og tafsandi. Hm - og svo segi ég dálítið mikið OK - Ingimundur frændi minn reyndi mikið að venja mig af þessu þegar var í sveit hjá honum þegar ég var svona 10 og 11 ára. Man ég reyndi - kannski ég ætti að reyna betur núna :)
sunnudagur, september 21, 2008
Bílastúss og Herba
Þarf að fara á morgun og kaupa bremsuklossa á bílinn minn og eitthvað járndót sem á að vera í nágrenni við bremsuklossana. Mér finnst að bílar ættu að vera viðhaldsfríir. En ég er samt heppinn að eiga góðan nágranna sem hefur gaman að því að klappa bílum. Gott þegar sá laghenti er langt í burtu, ekki mundi ég treysta mér í svona framkvæmdir.
Var á flottri Sportstefnu í Háskólabíói í dag - á vegum Herbalife. Þar var m.a. kynntur nýr sportdrykkur og fólk talaði um hvað Herba væri gott í allaveganna íþróttum. Ég vissi það nú reyndar - en mér fannst vanta besta vitnisburðinn. Gunnlaugur Júlíusson hljóp Laugaveginn í sumar - þótti víst ekki nóg og hljóp áfram Fimmvörðuhálsinn og þakkaði Herbasjeiknum fyrir jafna og góða orku. Það fannst mér sko meðmæli.
Var á flottri Sportstefnu í Háskólabíói í dag - á vegum Herbalife. Þar var m.a. kynntur nýr sportdrykkur og fólk talaði um hvað Herba væri gott í allaveganna íþróttum. Ég vissi það nú reyndar - en mér fannst vanta besta vitnisburðinn. Gunnlaugur Júlíusson hljóp Laugaveginn í sumar - þótti víst ekki nóg og hljóp áfram Fimmvörðuhálsinn og þakkaði Herbasjeiknum fyrir jafna og góða orku. Það fannst mér sko meðmæli.
þriðjudagur, september 16, 2008
Haustlægðin
Haustlægðin er brjáluð fyrir utan gluggann minn. Aspirnar eru í fimleikum og reynitrén líka. Labbaði heim í gegnum dalinn síðdegis og varð blaut inn að skinni. Kópavogslækurinn þóttist vera fljót. Sem betur fer hafði ég haft vit á að setja plastpoka inn í bakpokann. Annars ætti ég trúlega mjög blautar skólabækur. Remdist í kvöld við að skrifa rannsóknaráætlun fyrir eigindlegar. Veit ekkert hvað ég er að gera. Gaman að því. Kannski ég viti meira um jól.
sunnudagur, september 14, 2008
félagslífið
Skemmtileg helgi. Byrjaði í fyrradag á því að fara með bókasafnfræðingum í heimsókn á fasteignamatið. Þar ver tekið vel á móti okkur og ég lærði slatta af hagnýtum hlutum. Fór ekki með krökkunum út á djammið. Hafði eytt fullmiklu um daginn og langaði þar að auki að fylgjast með hvernig Fjarðabyggð gekk í Útsvarinu. Grátlegt að þau töpuðu því þau voru alveg tryllingslega flink. Svo horfði ég á norsku myndina og hafði gaman af - en þýðandinn var greinilega ekki var ekkert mjög klár í norskri landafræði því hann þýddi Stavern yfir í Stavanger. Mjam - það má nú kannski fyrirgefa svoleiðis smáatriði.
Í gær var svo saumaklúbbnum boðið í Sporthúsið og í hádegismat til Rannveigar á eftir. Henni er einstaklega lagið að tala vel á móti fólki og bauð upp á mikið af gómsætri heimafenginni hollustu. Nam. Við borðuðum helling og fengum að vita hvað hafði helst gerstí sumar. Svo spíttist ég heim og skipti um föt og setti upp spariandlitið og fór í afmæli til frú Hildar sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt. Það var alveg svakalega skemmtilegt. Þau höfðu tæmt íbúðina af meirihlutanum af húsgögnum og settu svo kex og vínber og einhver drykkjarföng á strategiska staði og svo átti bara fólk að sjá sjálft um að skemmta sér. Reyndar var sungið fyrir afmælisbarnið og hún kvittaði fyrir með að syngja afmælissönginn sem þau voru látin syngja í Tjarnarborg í den. Hafði aldrei heyrt hann áður en fannst hann flottur. Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í aldri. Hildur er sjötug - en hún er samt bara stelpa - verður það eflaust alltaf.
Mikið er ég heppin að eiga svona skemmtilegar vinkonur.
Í gær var svo saumaklúbbnum boðið í Sporthúsið og í hádegismat til Rannveigar á eftir. Henni er einstaklega lagið að tala vel á móti fólki og bauð upp á mikið af gómsætri heimafenginni hollustu. Nam. Við borðuðum helling og fengum að vita hvað hafði helst gerstí sumar. Svo spíttist ég heim og skipti um föt og setti upp spariandlitið og fór í afmæli til frú Hildar sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt. Það var alveg svakalega skemmtilegt. Þau höfðu tæmt íbúðina af meirihlutanum af húsgögnum og settu svo kex og vínber og einhver drykkjarföng á strategiska staði og svo átti bara fólk að sjá sjálft um að skemmta sér. Reyndar var sungið fyrir afmælisbarnið og hún kvittaði fyrir með að syngja afmælissönginn sem þau voru látin syngja í Tjarnarborg í den. Hafði aldrei heyrt hann áður en fannst hann flottur. Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í aldri. Hildur er sjötug - en hún er samt bara stelpa - verður það eflaust alltaf.
Mikið er ég heppin að eiga svona skemmtilegar vinkonur.
fimmtudagur, september 11, 2008
strætó og norræna húsið
Tók strætó vestur í háskóla í morgun. Strætó keyrði á sérakgrein og tók fram úr helling af bílum og ég skemmti mér við að gá hvað voru margir í hverjum bíl. Ég sá einn með fjórum fullorðnum, einn með krakka aftur í og tveim fullorðnum frammí. Tvo með krakka og einum fullorðnum og restin var bara einn í hverjum bíl. Fyndnast þótti mér pínulítil kelling í stórum stórum jeppa (fordómar???). Ég hef líka sagt ég trúi ekki á kreppuna fyrr en bílum á stæði háskólans fer að fækka. Samt eru kaupþingsbréfin mín ekkert mjög braggleg og virðast ekki koma til fóðra mig vel í vetur. Ekki svo þau séu svo mikil að vöxtum en samt ... .
Var í langri pásu milli fyrirlestra og í stað þess að lesa og gera verkefni eins og planið var fórum við Kate á bíó í Norræna húsinu og sáum heimildamynd um dót www.storyofstuff.com/ . Mjög skemmtileg ádeila á eyðsluklóaæði okkar. Það er hægt að horfa á hana á netinu. Í ofanálag fórum við svo og hlustuðum á fyrirlestur þar sem svíinn Fred Goldberg hélt því fram að við stefnum inn í nýtt kuldaskeið. Minnir að hann hafi sagt það byrji 2011 eða 2012. Og svo segir hann að loftslagsbreytingarnar séu ekki okkur að kenna :). Við urðum að stinga af áður en fyrirlesturinn var búinn. Það hafa eflaust verið áhugaverðar umræður á eftir.
En allavega - byrja að prjóna lopapeysur og kaupa sér ísbjarnarbyssu!
Var í langri pásu milli fyrirlestra og í stað þess að lesa og gera verkefni eins og planið var fórum við Kate á bíó í Norræna húsinu og sáum heimildamynd um dót www.storyofstuff.com/ . Mjög skemmtileg ádeila á eyðsluklóaæði okkar. Það er hægt að horfa á hana á netinu. Í ofanálag fórum við svo og hlustuðum á fyrirlestur þar sem svíinn Fred Goldberg hélt því fram að við stefnum inn í nýtt kuldaskeið. Minnir að hann hafi sagt það byrji 2011 eða 2012. Og svo segir hann að loftslagsbreytingarnar séu ekki okkur að kenna :). Við urðum að stinga af áður en fyrirlesturinn var búinn. Það hafa eflaust verið áhugaverðar umræður á eftir.
En allavega - byrja að prjóna lopapeysur og kaupa sér ísbjarnarbyssu!
miðvikudagur, september 10, 2008
Lokaverkefnið og glæpasögur
Ég er búin að taka ákvörðun um að skrifa lokaverkefni um skjalastjórn. Nú er bara að finna viðmælendur sem vilja tjá sig um svoleiðis. Reyndi að bæta við skjalstjórn 2 inn í námið næsta vor en Uglan sagði nei. Ég væri með of mikið! En auðvitað fékk ég undanþágu. Vil enganveginn sleppa Borgarbókasafninu.
Þó ég ætti að vera á fullu að lesa eigindlegar og megindlegar þá þarf ég smá léttmeti líka. Kíkti inn á bóksafnið í Kópavogi um daginn og fann bók eftir Norðmanninn Jo Nesbø "Marekors". Hafði gaman af en maðurinn hefur verulega lasið ímyndarafl. Svo fann ég bók eftir Tony Hillerman sem heitir "Coyote Waits". Hafði einhverntíman lesið bækur sem hafa komið út eftir hann á íslensku og líkað mjög vel. Þegar ég fór og skoðaði Grand Canyon í fyrra keyrði leiðsögumaðurinn um indíánaslóðir og sagði okkur að við værum á söguslóðum Hillermans. Þannig að ég sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Mæli sterklega með Hillerman
Þó ég ætti að vera á fullu að lesa eigindlegar og megindlegar þá þarf ég smá léttmeti líka. Kíkti inn á bóksafnið í Kópavogi um daginn og fann bók eftir Norðmanninn Jo Nesbø "Marekors". Hafði gaman af en maðurinn hefur verulega lasið ímyndarafl. Svo fann ég bók eftir Tony Hillerman sem heitir "Coyote Waits". Hafði einhverntíman lesið bækur sem hafa komið út eftir hann á íslensku og líkað mjög vel. Þegar ég fór og skoðaði Grand Canyon í fyrra keyrði leiðsögumaðurinn um indíánaslóðir og sagði okkur að við værum á söguslóðum Hillermans. Þannig að ég sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Mæli sterklega með Hillerman
laugardagur, september 06, 2008
Feldenkrais
Var á Feldenkrais-námskeiði niðrí FÍH-húsi í dag. Fer aftur á morgun. Sibyl er yndisleg að nenna að koma til Íslands 3svar á ári og kenna okkur. Kom heim og eldaði mat fyrir næstu viku. Nú verður tekið á því. Nesti og heimaeldaður matur! Ekkert bruðl.
fimmtudagur, september 04, 2008
Netsamband komið á
Svo glöð - komin í símsamband og netsamband og allt. Ofboðslega er maður orðin háður þessu! Var í öðrum tölfræðitímanum í dag og þeim fyrsta eigindlega í gær. Fíla mig ekkert voðalega greinda í augnablikinu en hef smá von um að það gæti lagast. (Eða hvað?)
þriðjudagur, september 02, 2008
skólinn byrjaður
Komin suður og byrjuð í skólanum. Veit ekkert hvernig mér líst á þetta tölfræðidót en kennarinn hélt því fram að þetta væri skemmtilegt og sá sem skrifar aðalbókina er með fyndin dæmi. Hm - spennandi. Og það var yndislegt að hitta stelpurnar. Ferðin suður í gær gekk vel. Það er alveg ótrúlega fallegt að keyra þarna fyrir austan og ég varð að beita mig hörðu til að stoppa ekki á annarri hverri þúfu til að taka myndir.
Er netlaus heima ennþá og sit hér og blogga upp í Odda á nýrri tölvu með fávitalegu Mac lyklaborði - enginn hefur enn fundið at-takkann! urr
Er netlaus heima ennþá og sit hér og blogga upp í Odda á nýrri tölvu með fávitalegu Mac lyklaborði - enginn hefur enn fundið at-takkann! urr
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)