Komst í tæri við sjónvarp í gær og glápti bæði á The Body og á Men in Black. Hafði hvoruga myndina séð áður en lagði þetta mig því mörgum þótti myndin in Black alveg æðisleg og ég hafði gaman af henni. En - fyrir mörgum árum rakst ég á bókagagnrýni í norsku blaði um bókina The Body eftir Richard Ben Sapir og reyndi mikið til að ná í hana þá. Fékk hana aldrei en núna hef ég allavega séð bíómyndina og fannst efnið áhugavert. Gaman væri að vita af hverju bókin var svona illfáanleg þó hún þætti nógu merkileg til að gerð væri bíómynd um hana.
Sit hér heima og geri Flokkunarverkefni - fer í sumarpróf 22. ágúst. Ég held svei mér þá að mér þyki þetta jafn flókið og í haust - búin að gleyma nærri öllu. En ágætt að brýna heilann svolítið.
laugardagur, júlí 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk sömuleiðis :)
Hva er blessuð bókin ekki einu sinni til á Amazon?
Annars fór hún Hrund svilkona líka á þetta hlaupanámskeið hjá honum Smára og talaði mikið og vel um það. Greinilegt að Smári er að ferðast um austfirðina þessa dagana :)
jújú - hún er til núna, ég gáði að henni í gær. Já Smári er á Austfjarðaryfirreið, sniðugt hjá honum að gera svona, en það er greinilega misjafnt hvað það er vel auglýst á stöðunum. Það vissu fáir af þessu hér en hellingur á Reyðarfirði.
Skrifa ummæli