föstudagur, júlí 04, 2008

þoka

Húsasmiðjan er horfin - skyggni vægast sagt takmarkað. Það hefur verið mikið um þoku síðustu daga og veröldin breytist ótrúlega við það. Í morgun hurfu til dæmis húsin á Egilsstaðatorfunni en hattaði fyrir hæð og klettum og trjánum. Var svolítið eins og málverk eftir finnskan meistara. Vona bara að það verði ekki svona á torfærunni á morgun - panta svona eins og það var þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Brakandi blíða og verulega hlýtt og yndislegt - alvöru Egilsstaðaveður.

Engin ummæli: