Nánast fullkomin Egilsstaðadagur í dag. Dásamlegt veður. Skýjafarið dásamlegt. Hér voru tvær smáflugvélar og léku sér eftir kvöldmat. Tveir spíttbatar geystust upp Löginn og tveir mun hægari á eftir. Annar stoppaði reyndar og varð að snúa aftur. Ég fór í hjólatúr síðdegis og hjólaði niður með ánni og tók fullt af blómamyndum. Gáði að bíl sem við sáum í morgun þegar við fórum smá rúnt um bæinn. Sá hafði ekki náð beygju og oltið niður bratta brekku. Hef ekki séð neitt um það í fréttum í dag. Á morgun förum við í útilegu með Birgi og Ollu og smásneplunum. Þau voru á ættarmóti niður á Borgarfirði. Kannski má líka plata Björninn á tónleika í Skóginum. Það er reyndar engin Eivör eins og í fyrra en Rúni Júl og Bjartmar geta verið flottir.
laugardagur, júlí 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli