Löbbuðum upp að Fardagafossi í dag í dásamlegu veðri. Vorum rosaheppin. Vorum alein á leiðinni upp og á bak við fossinn en mættum fólki þegar við vorum á leiðinni upp frá fossinum og svo var strolla af fólki á leið upp. Þetta var frábært - svolítið smeik efst uppi - ég er jú alveg hryllilega lofthrædd en það eru keðjur þar sem erfiðast er svo þetta var leikur einn. Bjössi hljóp þetta auðvitað á sandölunum og prílaði fremst á allar klettasnasir - og leit ekki við keðjunni.
sunnudagur, júlí 06, 2008
Fardagafoss
Löbbuðum upp að Fardagafossi í dag í dásamlegu veðri. Vorum rosaheppin. Vorum alein á leiðinni upp og á bak við fossinn en mættum fólki þegar við vorum á leiðinni upp frá fossinum og svo var strolla af fólki á leið upp. Þetta var frábært - svolítið smeik efst uppi - ég er jú alveg hryllilega lofthrædd en það eru keðjur þar sem erfiðast er svo þetta var leikur einn. Bjössi hljóp þetta auðvitað á sandölunum og prílaði fremst á allar klettasnasir - og leit ekki við keðjunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
En merkilegt nafn á fossinum. Veistu af hverju hann heitir Fardagafoss?
Jóhanna S
hm - áhugaverð spurning - hafði bara ímyndað mér að þetta hefði með fardaga að gera - þetta var jú þjóðleiðin til Seyðisfjarðar. Best ég spyrji innfædda :-)
gaman að sjá myndir
knús
sandra dögg
Skrifa ummæli