laugardagur, júlí 05, 2008

torfæra

torfærusúkkan ógurlega Frábærlega skemmtileg torfæra hér á Egilsstöðum í dag. Þurfti ekki að hafa áhyggjur af veðrinu. Það var rjómablíða - þó það færi að blása svolítið seinnipartinn - Við erum orðin svolítið Majorkalegri á litinn en við vorum í gær.
Brautirnar voru erfiðar - fengum 2-3 glæsiveltur og held að það hafi bara verið einn sem kláraði eina brautina. Var skotnust í Súkkunni sem var að halda upp á afmæli eigandans. Súkkan var svosem ekkert kraftmikil og komst ekki langt en stóð sig samt ágætlega.
Við höfðum hugsað okkur að fara í útilegu eftir torfæruna - í þessari líka blíðu. Keyrðum niður Hróarstunguna en lentu þar í þoku sem elti okkur upp á Egilsstaði. Svo grillmaturinn var steiktur á pönnu og það verður sofið heima í nótt.

Engin ummæli: