mánudagur, júní 30, 2008

RÚV-uppsagnir

Hnuggin yfir því að haldið er áfram að reyna að murka lífið úr Ríkisútvarpinu - hægt mjög hægt. Nú eru lagðar niður 20 stöður og flestar munu tengjast Fréttastofu Útvarps sem var allavega lengi talinn besti fréttamiðill landsins. Spurning hve lengi FÚ tekst að halda þeim status. Átta manns sagt upp - mig minnir að við ohf væðinguna hafi verið talað um að fólk þyrfti ekki að óttast að missa vinnuna. Það góða í stöðunni er það að RÚVarar fá yfirleitt auðveldlega vinnu en það slæma að RÚVinu blæðir út.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til þess að reka öfluga fréttastofu þarf bæði fólk og peninga. Það þarf líka tíma og aðstöðu til að vinna vandaða fréttaskýringaþætti þannig að ekki sé einungis verið að flytja fréttir af líðandi stund. Ég er mikil RUV manneskja og vona sannarlega að þess bíði blóm í haga.
En hvað það hefur verið gaman hjá ykkur skötuhjúunum þarna á fjallstoppunum þarna fyrir austan.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði nú ekki að vera alveg nafnlaus.
Nafna þín í Borgarnesi.

Nafnlaus sagði...

Er ekki eðlilegt að Rúv dragi saman seglin, hversu vel eða illa við teljum að stofnunin sinni hlutverki sínu, líkt og allir við þessar aðstæður???

Gunnar.

Til að muna .. sagði...

Sæll Gunnar - þakka þér fyrir að minna mig á þetta - var búin að gleyma að þau voru svona mörg sem voru látin hætta í sumar. Mundi bara eftir að það hafði verið skorið vel niður sérstaklega á svæðisstöðvunum. En varðandi spurninguna - það má víst alltaf deila um hvar skal skera.