Laugardagsmorgun. Sólin skín, ekki skýhnoðri á himni, fljótið er spegilslétt og veröldin er dásamleg. Keyrði niður á Reyðarfjörð í gær í álíka yndislegu veðri og sá hreindýraflokk á beit alveg við veginn. Þetta er eitt af undrum Austurlands. Já - Reyðarfjörður alveg unaðsfagur um þessar mundir. Gríðarlega státnir og fallegir túlipanar um allan bæ og torgið verulega fallegt. Af hverju er maður aldrei með myndavél!
Ég heimsæki höfuðborgina í vikunni. Kem síðdegis 17. júní og fer aftur á föstudag, þarf að fara á fundi. Fínt að skreppa suður. Gallinn er sá að bróðir minn ástkær verður hér á ferðinni á fimmudaginn og ég verð ekki hér að taka á móti honum.
laugardagur, júní 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Are you coming to see me? Invite yourself for dinner any evening - I am still a grass widow and my cousin has left.
Auðvitað kem ég. Verð líka að sýna þér skjalalykilshugmyndir og sjá vínberjaplöntuna.
Skrifa ummæli