fimmtudagur, júní 12, 2008
bóklestur
Fékk lánaða bók eftir Kennedy um skjalastjórn sem ég dundaði mér við að lesa um helgina - ekkert mjög skemmtileg en gagnleg. Til að slaka spíttist ég í gegnum Blátt tungl eftir Árna Þórarinsson. Furðulegt - en ég hafði ekki lesið hana áður. Hún kom reyndar út árið sem ég var í Danmörku, það er trúlega ástæðan fyrir því að ég missti af henni. Frábært að finna nýja gamla glæpareyfara. Svo hef ég verið að lesa Neither Here Nor There eftir Bill Bryson. Fantaskemmtileg frásögn af upprifjunarferð hans um Evrópu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli