laugardagur, nóvember 29, 2008

Austurvöllur

Öflugur fundur á Austurvelli þó það væri skítkalt. Ég hugsaði með mér að við ættum að gera eins og mörgæsirnar - mynda þéttan hring og skipta svo reglulega út hverjir standa yst. Mér finnst skyldumæting - þó það taki þrjá til fjóra tíma frá próflestri - fyndið hvað allt tekur langan tíma.
Ræðumenn dagsins voru flottir, Stefán Jónsson leikstjóri, Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi og Illugi Jökulsson rithöfundur. Tæpitungulaus og skelegg.
Mér datt í hug þegar ég var að hlusta á Illuga - bara á mínum vinnustað misstu 44 vinnuna - 21 fastráðinn og 23 verktakar - og ég geri ráð fyrir að það séu fleiri í raun. Því ég hugsa að ég sé ekki inn í þessari tölu. Ég var bara ráðin til áramóta og ég veit það er svoleiðis með fleiri. Samningarnir verða bara ekki endurnýjaðir. Ég hitti fyrrverandi vinnufélaga á Austurvelli - hann heldur líka að þessi tvö sem ég minntist á í gær hafi verið látin fjúka af því þau voru í kjaramálunum fyrir stéttarfélagið sitt. Það væri áhugavert að vita hvort stéttarfélög geta gert eitthvað í svoleiðis málum.
p.s. Gleymdi - það voru táknmálstúlkar á sviðinu á Austurvelli sem túlkuðu allt jafnóðum. Frábært framtak!

1 ummæli:

Kate sagði...

Hi
Thought about you yesterday and wondered if you would be job-hunting again. Sorry it worked out like that. That is a lot of people to sack!