laugardagur, nóvember 29, 2008
flottar myndir - fín tónlist
Bara rakst á þetta þegar ég var að skoða Flickr áðan - myndinar góðar og tónlistin skemmir ekki ...
Austurvöllur
Öflugur fundur á Austurvelli þó það væri skítkalt. Ég hugsaði með mér að við ættum að gera eins og mörgæsirnar - mynda þéttan hring og skipta svo reglulega út hverjir standa yst. Mér finnst skyldumæting - þó það taki þrjá til fjóra tíma frá próflestri - fyndið hvað allt tekur langan tíma.
Ræðumenn dagsins voru flottir, Stefán Jónsson leikstjóri, Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi og Illugi Jökulsson rithöfundur. Tæpitungulaus og skelegg.
Mér datt í hug þegar ég var að hlusta á Illuga - bara á mínum vinnustað misstu 44 vinnuna - 21 fastráðinn og 23 verktakar - og ég geri ráð fyrir að það séu fleiri í raun. Því ég hugsa að ég sé ekki inn í þessari tölu. Ég var bara ráðin til áramóta og ég veit það er svoleiðis með fleiri. Samningarnir verða bara ekki endurnýjaðir. Ég hitti fyrrverandi vinnufélaga á Austurvelli - hann heldur líka að þessi tvö sem ég minntist á í gær hafi verið látin fjúka af því þau voru í kjaramálunum fyrir stéttarfélagið sitt. Það væri áhugavert að vita hvort stéttarfélög geta gert eitthvað í svoleiðis málum.
p.s. Gleymdi - það voru táknmálstúlkar á sviðinu á Austurvelli sem túlkuðu allt jafnóðum. Frábært framtak!
Ræðumenn dagsins voru flottir, Stefán Jónsson leikstjóri, Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi og Illugi Jökulsson rithöfundur. Tæpitungulaus og skelegg.
Mér datt í hug þegar ég var að hlusta á Illuga - bara á mínum vinnustað misstu 44 vinnuna - 21 fastráðinn og 23 verktakar - og ég geri ráð fyrir að það séu fleiri í raun. Því ég hugsa að ég sé ekki inn í þessari tölu. Ég var bara ráðin til áramóta og ég veit það er svoleiðis með fleiri. Samningarnir verða bara ekki endurnýjaðir. Ég hitti fyrrverandi vinnufélaga á Austurvelli - hann heldur líka að þessi tvö sem ég minntist á í gær hafi verið látin fjúka af því þau voru í kjaramálunum fyrir stéttarfélagið sitt. Það væri áhugavert að vita hvort stéttarfélög geta gert eitthvað í svoleiðis málum.
p.s. Gleymdi - það voru táknmálstúlkar á sviðinu á Austurvelli sem túlkuðu allt jafnóðum. Frábært framtak!
föstudagur, nóvember 28, 2008
Í nettu sjokki
Gríðarlega erfiður dagur í vinnunni. Sá fyrst að Fréttablaðið spáði að 30 RÚV-urum yrði sagt upp - svo var ég kölluð inn og sagt að ég fengi ekki áframhaldandi vinnu eftir áramót sem er auðvitað slæmt - en kom svosem ekkert á óvart - ég var jú bara ráðin til áramóta.
En svo komu sjokkfréttirnar - 21 sagt upp og þar á meðal mörgum góðum og reyndum starfsmönnum. Þar á meðal var m.a starfsfólk sem hafði staðið í að semja um kjör fyrir sína starfsfélaga - en þau voru ekki trúnaðarmenn.
En svo komu sjokkfréttirnar - 21 sagt upp og þar á meðal mörgum góðum og reyndum starfsmönnum. Þar á meðal var m.a starfsfólk sem hafði staðið í að semja um kjör fyrir sína starfsfélaga - en þau voru ekki trúnaðarmenn.
mánudagur, nóvember 24, 2008
laugardagur, nóvember 22, 2008
Tíðnitöflur, mótmæli og kjallaraflóð
Gríðarlegt annríki í dag. Komin niður í Háskóla klukkan 10. Vann með Kate við tíðnitöflur og annað bráðskemmtilegt til 14.30. Skokkaði þá niður á Austurvöll. Þar var lúðarasveit, ættjarðarlög, mjög beitt og flott lögfræðinemastelpa sem hélt þrumurræðu og fékk alla með sér, Gerður, sem einu sinni var kennd við skemmtilegustu fatabúðina í bænum, kom með athyglisverða ræðu og sagnfræðinemi kláraði dæmið. Og Hörður býr til ramma utan um þetta allt. Alveg ótrúlegt - og ég var mest hissa á að það virtist vera fleira fólk núna en síðast.
Svo var Jón Sigurðsson hjúpaður bleikum klæðum og risaborði með IMF-skrímslið að gleypa Island hengdur upp á eitt húsið. Við erum alveg að ná þessu hvernig á að mótmæla held ég. Ánægð með það. Ég skundaði svo aftur upp í skóla til að klára verkefnið en einhver hluti skrapp upp á löggustöð til að mótmæla handtöku mótmælenda í gær.
Svo þar sem við vorum að klára verkefnið hringdi farsíminn minn sem yfirleitt er til friðs og mér var tilkynnt að það væri flóð í kjallaranum. Fnykurinn var ólýsanlegur þegar ég kom heim. Menn að dæla upp og allt á fullu. Fulltrúi frá Sjóvá mætti - það er húseigendatryggingin og innbústrygging hjá sumum - en við hin sem erum annarsstaðar þurfum að hafa meira fyrir hlutunum. Ekki komu þeir frá VÍS eða Verði. Urr! Sem betur fer var lítið á gólfinu í minni geymslu - en lyktin - jæks.
Svo var Jón Sigurðsson hjúpaður bleikum klæðum og risaborði með IMF-skrímslið að gleypa Island hengdur upp á eitt húsið. Við erum alveg að ná þessu hvernig á að mótmæla held ég. Ánægð með það. Ég skundaði svo aftur upp í skóla til að klára verkefnið en einhver hluti skrapp upp á löggustöð til að mótmæla handtöku mótmælenda í gær.
Svo þar sem við vorum að klára verkefnið hringdi farsíminn minn sem yfirleitt er til friðs og mér var tilkynnt að það væri flóð í kjallaranum. Fnykurinn var ólýsanlegur þegar ég kom heim. Menn að dæla upp og allt á fullu. Fulltrúi frá Sjóvá mætti - það er húseigendatryggingin og innbústrygging hjá sumum - en við hin sem erum annarsstaðar þurfum að hafa meira fyrir hlutunum. Ekki komu þeir frá VÍS eða Verði. Urr! Sem betur fer var lítið á gólfinu í minni geymslu - en lyktin - jæks.
mánudagur, nóvember 17, 2008
Gott útvarpsviðtal
Pétur Halldórsson á Akureyri talaði í morgun við Agnesi Sigurðardóttur á Árskógssandi sem startaði bruggverksmiðju þar. Aldeilis frábært viðtal. Mæli með því. Tengillinn er hérna og það er hægt að hlusta á þetta í hálfan mánuð. Hlusta strax og má líka hlusta aftur ef svartsýnin hellist yfir fólk - Mikið assgoti er þetta gott viðtal og dugleg stelpa. Já - og svo er bjórinn líka góður - er búin að smakka hann.
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Statistikk og James Bond
Við bættum við 30 spurningalistum til að tölfræðiverkefnið verði marktækt(vonandi). Kate hefur staðið við bókasafnsdyrnar síðustu daga og kastað sér yfir alla sem hafa stungið þar inn nefi (held ég). Ég barði upplýsingarnar inn í tölvuna síðdegis og fór að því loknu á James Bond í Háskólabíói. Bondinn er kúl :-)
laugardagur, nóvember 15, 2008
Koma svo
Klæða sig vel og koma á Austurvöll, og muna ullarsokkar, vetlingar, húfa og trefill í viðbót við allt hitt!
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Hagfræði fyrir byrjendur
Þarna fékk ég senda dæmisögu sem var auðvelt að skilja :-)
Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur. Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins. Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan. Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.
Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur. Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins. Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan. Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.
mánudagur, nóvember 10, 2008
laugardagur, nóvember 08, 2008
Fjölmenni á Austurvelli
Mótmælin á Austurvelli fóru að mestu leyti friðsamlega fram.
En vélhjólamenn eyddu eldsneyti fyrir fundinn og hjúpuðu Alþingishúsið með reyk.
Einhver læddist upp á þak á Alþingishúsi með Bónusfána
Fáninn blakti þarna í örfáar mínútur áður en þakglugginn opnaðist og sá guli hvarf
En þarna voru líka fluttar frábærar ræður, meðal annars benti Sigurbjörg Árnadóttir, sem er að upplifa kreppuna í annað sinn, okkur á að finnska leiðin er ekki til fyrirmyndar og Einar Már fór á kostum eins og venjulega.
En vélhjólamenn eyddu eldsneyti fyrir fundinn og hjúpuðu Alþingishúsið með reyk.
Einhver læddist upp á þak á Alþingishúsi með Bónusfána
Fáninn blakti þarna í örfáar mínútur áður en þakglugginn opnaðist og sá guli hvarf
En þarna voru líka fluttar frábærar ræður, meðal annars benti Sigurbjörg Árnadóttir, sem er að upplifa kreppuna í annað sinn, okkur á að finnska leiðin er ekki til fyrirmyndar og Einar Már fór á kostum eins og venjulega.
föstudagur, nóvember 07, 2008
Gamall sannleikur og nýr
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: ?
Það eru íslensk fyrirtæki.
Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu,
síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau,
þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir
en verða seinast gjaldþrota og láta
ríkið bera gjaldþrotið.
Ef svo slysalega vill til að einhvern tíma kemur
eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: ?
Það eru íslensk fyrirtæki.
Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu,
síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau,
þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir
en verða seinast gjaldþrota og láta
ríkið bera gjaldþrotið.
Ef svo slysalega vill til að einhvern tíma kemur
eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Grazie Roberto!
Scudit, Scuola d'Italiano Roma
Held það sé ekki nokkur spurning hvert Íslendingar sem ætla að læra ítölsku fara. Kíkið á heimasíðuna. :-) Annars ætla ég bara að fara að brýna heykvíslina fyrir laugardaginn.
Held það sé ekki nokkur spurning hvert Íslendingar sem ætla að læra ítölsku fara. Kíkið á heimasíðuna. :-) Annars ætla ég bara að fara að brýna heykvíslina fyrir laugardaginn.
mánudagur, nóvember 03, 2008
laugardagur, nóvember 01, 2008
Hamingja og mótmæli
Happiness is nothing more than good health and a bad memory.
- Albert Schweitzer
Fór og labbaði niður frá Hlemmi niður á Austurvöll í góðum félagsskap. Það var meira fútt í mótmælunum í dag en síðasta laugardag en þó má bæta í betur. þarna talaði alveg fantagóður ræðumaður - sjúkraliði sem bar saman hvað það kostaði sem bráðvantar á spítalana og bruðlið í ríkisstjórninni. Vona að ræðan komi einhverstaðar sem aðrir geta skoðað hana.
Svo fór ég og kíkti á handverks- og hönnunarsýninguna í Ráðhúsinu. Fullt af fallegum og eigulegum hlutum. Ég mæli t.d. með trjánum hennar Láru og svo er skartið hennar Nadine alveg yndisleg.
- Albert Schweitzer
Fór og labbaði niður frá Hlemmi niður á Austurvöll í góðum félagsskap. Það var meira fútt í mótmælunum í dag en síðasta laugardag en þó má bæta í betur. þarna talaði alveg fantagóður ræðumaður - sjúkraliði sem bar saman hvað það kostaði sem bráðvantar á spítalana og bruðlið í ríkisstjórninni. Vona að ræðan komi einhverstaðar sem aðrir geta skoðað hana.
Svo fór ég og kíkti á handverks- og hönnunarsýninguna í Ráðhúsinu. Fullt af fallegum og eigulegum hlutum. Ég mæli t.d. með trjánum hennar Láru og svo er skartið hennar Nadine alveg yndisleg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)