Fór í frábæra ferð í gær á söguslóðir Hrafnkelssögu. Páll Pálsson frá Aðalbóli var leiðsögumaður og Sveinn sjálfur keyrði bláa Tannarútu. Fórum inn Fljótsdal og þar var lesið upp úr viðeigandi köflum úr sögunni. Fórum áleiðis upp á Kárahnjúkum og fórum þar yfir á "troðning" í átt að Hrafnkelsdal. Frábært veður og það er búið að bera áburð á þarna uppi svo gróðurinn hefur aðeins lifnað við. Páll sagði að þetta yki á vanda við smalamennsku því sauðkindin fylgdi eftir gróðrinum. En þetta var svolítið skrítið því þetta var rautt en ekki grænt. Punturinn sem hefur tekið við sér er rauður! Þegar við nálguðumst Hrafnkelsdal hoppuðum við út úr rútunni og gengum eftir stikum í átt að Aðalbóli. Fórum sömu leið og Sámur og Þjóstasynir fóru að Hrafnkeli. Fín leið og sást ekki niður í dalinn ... og sást ekki til okkar úr dalnum. Svo þurfum við að brölta niður velbratta brekku niður að Aðalbóli. Vinstri löppin á mér var ósátt við ferðalagið en ég komst nú samt. Þegar niður var komið fengum við að sjá frábært leikrit byggt á Hrafnkelssögu. Leikararnir sögðu á eftir að þeir höfðu haft þennan draum um að sýna þetta á söguslóðum og voru líka alsælir held ég. Eftir eftir þetta var okkur boðið upp á grillað hross með meðlæti og á leiðinni heim stoppuðum við þar sem verið var að setja upp skilti við upphaf gönguleiðarinnar að Aðalbóli - þ.e við Brú. Páll hélt áfram að segja okkur skemmilegar sögur á leiðinni niður Jökuldalinn og við komum heim klukkan 9 eftir 8 tíma ferðalag. Frábær dagur.
Snæfell fegurst fjalla
Aðalból
Dáðst að skiltinu
Brú á Jökuldal
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ævintýri líkast.
Fyndið hvað maður er gjörsnauður menningu í stórborginni en tekur þátt í öllu þegar maður fer út á land.
Ég fór til að mynda í léttmessu og tvenna tónleika á Vopnafirði þá 3 daga sem ég var þar. Fer svo í mesta lagi 2-3 í bíó á ári hérna í höfuðborginni :)
Það er miklu auðveldara ef maður þarf að velja á milli tveggja, þriggja hluta. Í höfuðborginni er trúi ég of mikið í boði - svo maður missir af því bitastæðasta.
Skrifa ummæli