mánudagur, maí 05, 2008

verkefni og walker

Tók smá pásu frá lykluninni í dag og kíkti á verkefnið í Upplýsingaleiðum. Byrjaði á fyrstu skýrslunni sem átti að vera 1000 orð og mér fannst ég vera búin að gera þokkalega skýrslu eftir 500 orð! Hm - vantar greinilega eitthvað. Svo fór ég á fyrirlestur um jarðfræðinginn Walker í Öskju, það er verið undirbúa minjasafn um hann á Breiðdalsvík, það á að opna í ágúst. Hjörleifur Guttormsson flutti fínan fyrirlestur og sýndi myndir. Er hrædd um að ég verði miklu lengur á leiðnni austur en ég áætlaði því ég kem til með að þurfa að stoppa og skoða svona jarðfræðifyrirbæri sem hann benti á.

Engin ummæli: