sunnudagur, maí 25, 2008

dokar og áldýr

Keyrðum niðrá Reyðarfjörð í gær. Rúntuðum smá um og ég sá áldýrin - svo nú er ég bæði búin að sjá hreindýr og áldýr. Nei í alvöru mér þykir mjög sérstakt að sjá hreindýr tvisvar í sömu vikunni svona rétt hjá mér. Ég hef einhverntíman áður séð þau eins og punkta í fjarlægð - en aldrei svona í návígi. Við hittum vinnufélaga mannsins og díluðum við hann og keyptum af honum doka ... Það eru svona spítur sem maður notar til að byggja hús. Fengum lánaða kerru hlóðum á hana um 50 dokum og ókum með feng okkar heim. Losuðum svo af kerrunni þegar heim var komið. Ég var þreytt eftir átökin en agalega grobbin - er ekki með neinar harðsperrur í dag.
Las fyrir helgi bókina um Margréti Frímannsdóttur, Stelpa frá Stokkseyri. Skemmtileg bók, gott að lesa hana, fín samtímasaga og gaman að sjá hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Það eina sem fór í taugarnar á mér - fyndinn íslenskufasismi -er að Þórunn Hrefna sem skráir - og gerir það vel - skrifar ráðuneytin með stórum staf. Þa særir mína fornu textavarpssál.

Engin ummæli: