þriðjudagur, maí 20, 2008
í 7. himni
Á sunnudagssíðdegi fyllti ég bílinn minn af því nauðsynlegasta. Keyrði austur fyrir Selfoss og tók hús á Kötu vinkonu minni. Sat þar um kvöldið í góðu yfirlæti og svaf alveg dásamlega í friðsældinni í sumarbústaðnum hennar. Lagði svo af stað í ferðina löngu klukkan 7.30. Stoppaði klukkan 9 í Vík í Mýrdal, stoppaði aðeins á Kirkjubæjarklaustri, stoppaði aðeins lengur í Nesjum í hádeginu og tók bensín. Þar var ég líka á síðustu dropunum. Sá svo einhver dýr - ég held í Hvalnesskriðum, og fór að pæla - eru þetta kindur á veginum - nei þau voru of stór. En þegar nær dró sá ég að þetta voru fimm hreindýr! Alveg við veginn. Náði þremur á símamyndavélina. Sá svo hóp af velhyrndum dýrum seinna en þau voru langt frá veginum. Kom heim á Egilsstaði fyrir klukkan 16 og var gríðarlega ánægð með ferðina. Fínt að keyra - lítil umferð og allt bara flott. Fékk svo verðlaun frá bóndanum - Olympus upptökutæki - alveg eins og ég óskaði mér. :-). Verður ekkert að vanbúnaði í eigindlegum í haust.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli