þriðjudagur, maí 11, 2010

Flögrað heim

Slapp heim í gær. Fékk nokkur sms um morguninn (fyrir klukkan 7) um að athugað yrði með flug seinna sama dag. Gleðitíðindin fékk ég rúmlega 10 um það að ég mætti mæta út á flugvöll klukkan 13. Tvær vélar lentu upp úr 13.30 og ég fékk far með annarri sem fór í loftið kl. 14. Flugið var fínt, gott skyggni. Sá gosmökkimn vel þó ég sæti við gangveginn. Jafnfallegt veður í Rvk og á Egilsstöðum en verulega mun hlýrra ...
Fór í morgun á ráðstefnu í Salnum "Láttu ekki þitt eftir liggja", þar var fjallað um skýrsluna og skjalastjórn. Fín ráðstefna.
Er hundkvefuð og hóstaði í mig bakverk. Undarlegt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú komst heim. Mig langaði að fara á ráðstefnuna en við erum að leggja lokahönd á sýningu sem opnuð verður á morgun. Ég er spennt að vita hvernig gekk fyrir austan.
Nafna