Heyrði einhverntíman minnst á bók - handbók Epiktets sem dr. Broddi Jóhannesson þýddi, skrifaði það hjá mér og fann svo bókina á bókasafninu um daginn. Hún heitir "Hver er sinnar gæfu smiður" er er vel þess virði að glugga í. Þar segir m.a. í kafla 5.
"Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjunum valda, heldur horf manna við þeim. Dauðinn er t.d. ekki skelfilegur, ella hefði hann einnig komið Sókratesi þannig fyrir sjónir. Skelfileg er einungis sú skoðun, að dauðinn sé skelfilegur. Ef eitthvað hamlar oss, þá skyldum vér engan annan sakfella en oss sjálf, þ.e.a.s. viðhorf sjálfra vorra. Vanþroska maður þekkist af því, að hann sakar aðra um, ef honum farnast miður. Sá sem áfellist sjálfan sig, er kominn nokkuð áleiðis, en sannmenntaður maður ber hvorki sjálfan sig né aðra sökum."
Mikið af gullkornum í þessari bók og á góðri íslensku :)
mánudagur, maí 31, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli