mánudagur, apríl 05, 2010
Nýja hjólið
Vígði nýja hjólið í gær - fór 10 km - kom við miðja leið og fékk að smakka páskaegg og skoða gamlar myndir frá Ósló. Afskaplega vorum við ung og mjó :-). Fór líka í smáhjólatúr í dag en í hina áttina - upp brekkuna ógurlegu. Hjólið réði við brekkuna en mér keðjan fór af þegar ég reyndi að setja gír. Fljótlegt að redda því. Bara 2 km upp til Steina og Siggu svo túrinn var stuttur. Fékk kaffi og fiktaði aðeins í tölvunni. Skítkalt á leiðinni heim en fór samt í Elliðaárdalsvapp með Eddu á eftir. Allt í góðu nema skattskýrslur eru enn ófrágengnar. Fresturinn rennur út á morgun :(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli