laugardagur, febrúar 27, 2010
MLIS
Dásamlegur dagur. Útskrifaðist með meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði í dag. Gaman á útskriftinni í Háskólabíó. Skemmtilegast reyndar þegar Háskólakórinn mætti ekki og einn kennaranna var settur í að leiða fjöldasöng! Frábærlega afgreitt af kynninum sem stjórnaði samkomunni og vakti kátínu í salnum. Fékk góða gesti í heimsókn, misjafnlega snjóbarða eftir að hafa brotist í gegnum ófærðina (sumir treystu sér ekki ...) Ég held ég eigi bestu fjölskyldu og vini sem hugsast getur. - Og það komast allavega fyrir 20 gestir í stofunni minni - hver skyldi hafa trúað því!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli