Kláraði Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson í gærkvöld. Fann hana í Bókasafni Kópavogs þegar ég var að snudda þar um daginn og lét freistast því hún gerist á árinum 1969 til 1971. Ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um bókina. Held kannski að ég þurfi að melta hana.
En það var auðvelt fyrir mig að setja mig inn í tímabilið og muna eftir þrengslunum í stiganum í Glaumbæ, Las Vegas og Led Zeppelintónleikunum. Naut þeirra reyndar ekki því ég var með mígrene og varð að fara heim.
mánudagur, janúar 26, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli