þriðjudagur, október 28, 2008

Ísaldirnar koma og fara

Ég var að hlusta á dægurmálaútvarp Rásar 2 frá 1988. Fyrst frá 17. október það ár, þá var allt brjálað út af vísindahvalveiðum, því Grænfriðungar voru að bögga okkur og allir voru að hætta eða hættir að kaupa af okkur fisk í mótmælaskyni. Man ekkert hvernig það fór en það var greinilega gríðarleg kreppa í þjóðfélaginu. Svo fann ég upptöku frá borgarfundi frá 5. september trúi ég. Þá var allt brjálað - efnahagslífið í rúst, launahækkun sem lýðurinn átti að fá hafði verið fryst og gjaldeyrisforðinn í núlli. Mikið er gott að vera svona fljót að gleyma. En í alvöru - það mætti spila þessar upptökur aftur.

Engin ummæli: