Ég get svo svarið það - það kyngir niður snjó. Ég hló í morgun og vorkenndi Bjössa fyrir að vera fyrir austan þegar hannn sagði að það hefði allt verið hvítt úti þegar hann vaknaði ... en ég þurfti að skafa í fyrsta skipti í morgun og svo nú í kvöld byrjaði að snjóa - og snjóa - og snjóa. En snjórinn er farinn á Egilsstöðum og þar hafði hlýnað. Þetta verður áhugavert.
Ég fór jú á fyrirlestur fyrir ekki svo margt löngu þar sem því var haldið fram að það væri kuldaskeið í vændum og það brysti á fljótlega. Náunginn sagði 2011 eða 2012. BRRR. Það er eins gott að hingað kom í dag hersveit pípulagningamanna og þeir löguðu ofnakerfið í allri blokkinni svo her er nú hlýtt og notarlegt. En eins gott að ná í vetrarskó og trefla og húfur og búa sig undir að takast á við vetrarríkið með bros á vör.
fimmtudagur, október 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli