þetta fann ég á útlenskri bloggsíðu sem fjallar mikið um bókasöfn. Marbendill hló og hugsaði um ákveðið bókasafn.
overhead at an unnamed library
A patron responds to the new carpeting:
“I can tell that a degree in librarianship does not involve interior design.”
föstudagur, október 31, 2008
fimmtudagur, október 30, 2008
þriðjudagur, október 28, 2008
Ísaldirnar koma og fara
Ég var að hlusta á dægurmálaútvarp Rásar 2 frá 1988. Fyrst frá 17. október það ár, þá var allt brjálað út af vísindahvalveiðum, því Grænfriðungar voru að bögga okkur og allir voru að hætta eða hættir að kaupa af okkur fisk í mótmælaskyni. Man ekkert hvernig það fór en það var greinilega gríðarleg kreppa í þjóðfélaginu. Svo fann ég upptöku frá borgarfundi frá 5. september trúi ég. Þá var allt brjálað - efnahagslífið í rúst, launahækkun sem lýðurinn átti að fá hafði verið fryst og gjaldeyrisforðinn í núlli. Mikið er gott að vera svona fljót að gleyma. En í alvöru - það mætti spila þessar upptökur aftur.
laugardagur, október 25, 2008
Mótmæli?
Íslendingar eru alveg einstaklega undarleg tegund. Þarna lufsumst við nokkur niður í bæ til að mótmæla - já meira að segja ég. Mætti niður á Austurvöll klukkan 15, þar var maður í pontu mjög sár yfir að einhver annar hefði auglýst mótmælagöngu klukkan 16. En það var sungið og Einar Már hélt þrusugóða ræðu og Guðmundur Gunnars aðra. Við mótmælendurnir stóðum þarna stillt og prúð og klöppuðum á viðeigandi stöðum. Svo var korters hlé - ég skrapp inn í Pennann og hnusaði af öllum bókunum sem mig langar að lesa og fór svo aftur út af Austurvöll og kom mér í gönguna og rölti upp að Ráðherrabústað. Það var líka afskaplega prúð ganga - reyndar var bara einhver bílstjóri með óspektir og flautaði óspart því hann komst ekkert áfram.
Við ráðherrabústaðinn var vænn hópur - m.a. svartir fánar og ég held einn rauður. Örstutt ræðuhöld og sum beittari en önnur og Arnþrúði Karlsdóttur tókst að koma smá lífi í fólki. Svo vöppuðum við bara heim sæl og glöð og þykjumst hafa verið úti og mótmælt. Ekki misskilja mig - ég mæli ekki með að við förum og brjótum glugga og hlöðum götuvígi. En ég meina - þetta er það tamdasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað! Það heyrir enginn í okkur ef við höldum kjafti. Það er ekki nóg að bara klappa ef einhver segir eitthvað.
Við ráðherrabústaðinn var vænn hópur - m.a. svartir fánar og ég held einn rauður. Örstutt ræðuhöld og sum beittari en önnur og Arnþrúði Karlsdóttur tókst að koma smá lífi í fólki. Svo vöppuðum við bara heim sæl og glöð og þykjumst hafa verið úti og mótmælt. Ekki misskilja mig - ég mæli ekki með að við förum og brjótum glugga og hlöðum götuvígi. En ég meina - þetta er það tamdasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað! Það heyrir enginn í okkur ef við höldum kjafti. Það er ekki nóg að bara klappa ef einhver segir eitthvað.
miðvikudagur, október 22, 2008
Reykjavík - Rotterdam
Ég fór á bíó áðan - Reykjavík - Rotterdam í Smárabíó - aldeilis frábær skemmtun. Efðist smá stund um val saumó á bíómynd því þetta leit skuggalega út á tímabili en þetta var frábært. Grafalvarleg skemmtileg hasarmynd. Þótti líka gaman að sjá uppáhaldsleikarana mína leika vonda lúða. En fyrir þá sem ætla í bíó er bent á að maður þarf ekki að mæta fyrr en 15 mínútum eftir auglýstan bíótíma. Reyna allavega að forðast auglýsingarnar á undan - þær eru hundleiðinlegar og spilaðar heyrnarskemmandi hátt.
mánudagur, október 20, 2008
fyllibyttuvörn á tölvupóst
Í þessari grein í NYT er sagt að það sé hægt að setja inn vörn á Gmail svo fólk skrifi ekki póst þegar það er drukkið. Það þyrfti trúlega að setja svoleiðis á fleiri staði ...
fimmtudagur, október 16, 2008
Tölfræði
Mig minnir að ég hafi einu sinni verið góð í stærðfræði. Geta svoleiðis hæfileikar glatast af notkunarleysi???
þriðjudagur, október 14, 2008
Draumfarir
Mig dreymdi í nótt að ég var að róa upp straumþunga á. Komst slatta upp með henni, undir brú en gafst upp og komst upp á bakkann hægra megin. Ætlaði að hvíla mig þar og taka svo annan áfanga seinna. Svo kom einhver framhaldsdraumur - þá var ég líka á kajaknum en á hraðri leið niður Hvítá, fyrir neðan Selfoss, í átt til sjávar. Hvort ætli þetta hafi með námið að gera eða fjármálin?
miðvikudagur, október 08, 2008
íslenskur húmor
Þetta fékk ég frá vinkonu minni í dag og finnst upplagt að deila með ykkur.
Kæru vinir
Á þessum síðustu og verstu tímum verðum við að gæta þess að tapa ekki
húmornum, þó að hlutabréfin séu töpuð...
An American said:
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."
The Icelander replied:
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."
Kæru vinir
Á þessum síðustu og verstu tímum verðum við að gæta þess að tapa ekki
húmornum, þó að hlutabréfin séu töpuð...
An American said:
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."
The Icelander replied:
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."
mánudagur, október 06, 2008
bankasöngurinn
Fréttir dagsins fullar af alvöruþunga - og það besta er að fólki er ráðlagt að leita til fjármálaráðgjafa!!!! Bíddu bíddu - hafa þeir ekki verið að gefa góð ráð?
En ef ykkur vantar eitthvað til að brosa yfir þá fann ég þetta á síðuninni hans Elíasar áðan og vill endilega fá ykkur til að gleðjast örlítið líka Fidelity Fiduciary Bank Sing Along. Vesgú - í boði Mary Poppins. Og hér er önnur útgáfa í boði Monty Python.
En ef ykkur vantar eitthvað til að brosa yfir þá fann ég þetta á síðuninni hans Elíasar áðan og vill endilega fá ykkur til að gleðjast örlítið líka Fidelity Fiduciary Bank Sing Along. Vesgú - í boði Mary Poppins. Og hér er önnur útgáfa í boði Monty Python.
sunnudagur, október 05, 2008
kostir þess að vera námsmaður
Einn af kostunum við að vera í skóla er að maður hefur ekki tíma til að hugsa um fjárhagslega þrengingar og fjármál landsins á heljarþröm. Mér finnst þetta bara áhugaverð læti þegar ég heyri eitthvað um þetta. Man reyndar mun verri tíma þegar ég átti ekki fyrir tannkremi og varð að nota sápu (oj!)og matur var af mjög skornum skammti. Vitna líka oft til orða listakonunnar - mig minnir það hafi verið Júlíana Sveinsdóttir sem sagði, þegar ríkir kallar í Danmörku voru að stúta sér því þeir höfðu tapað einhverju af aurunum sínum í bankahruni, "Nú er gott að vera blönk". Auðvitað er vont að tapa peningum en fj..... þetta eru bara peningar. Það hafa komið kreppur áður - þetta eru eins og ísaldir - þær líða hjá.
Annað merkilegt sem mér liggur á hjarta - ég er búin að vera sjónvarpslaus í rúmt ár. Er farin að vinna aftur á RÚV-inu - lenti í veislu í kvöld þar sem var mikið verið að tala um sjónvarpsefni - (gott innlendt sjónvarpsefni - því var hrósað upp í hástert) ... og ég kom alveg af hólsfjöllum - pínlegt. Kannski ég eigi að þiggja gamalt sjónvarp ...
Annað merkilegt sem mér liggur á hjarta - ég er búin að vera sjónvarpslaus í rúmt ár. Er farin að vinna aftur á RÚV-inu - lenti í veislu í kvöld þar sem var mikið verið að tala um sjónvarpsefni - (gott innlendt sjónvarpsefni - því var hrósað upp í hástert) ... og ég kom alveg af hólsfjöllum - pínlegt. Kannski ég eigi að þiggja gamalt sjónvarp ...
fimmtudagur, október 02, 2008
Fyrsti snjórinn
Ég get svo svarið það - það kyngir niður snjó. Ég hló í morgun og vorkenndi Bjössa fyrir að vera fyrir austan þegar hannn sagði að það hefði allt verið hvítt úti þegar hann vaknaði ... en ég þurfti að skafa í fyrsta skipti í morgun og svo nú í kvöld byrjaði að snjóa - og snjóa - og snjóa. En snjórinn er farinn á Egilsstöðum og þar hafði hlýnað. Þetta verður áhugavert.
Ég fór jú á fyrirlestur fyrir ekki svo margt löngu þar sem því var haldið fram að það væri kuldaskeið í vændum og það brysti á fljótlega. Náunginn sagði 2011 eða 2012. BRRR. Það er eins gott að hingað kom í dag hersveit pípulagningamanna og þeir löguðu ofnakerfið í allri blokkinni svo her er nú hlýtt og notarlegt. En eins gott að ná í vetrarskó og trefla og húfur og búa sig undir að takast á við vetrarríkið með bros á vör.
Ég fór jú á fyrirlestur fyrir ekki svo margt löngu þar sem því var haldið fram að það væri kuldaskeið í vændum og það brysti á fljótlega. Náunginn sagði 2011 eða 2012. BRRR. Það er eins gott að hingað kom í dag hersveit pípulagningamanna og þeir löguðu ofnakerfið í allri blokkinni svo her er nú hlýtt og notarlegt. En eins gott að ná í vetrarskó og trefla og húfur og búa sig undir að takast á við vetrarríkið með bros á vör.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)