laugardagur, apríl 26, 2008

ævintýri

Lenti aldeilis í ævintýrum í gær. Fór í strætó vestur í Háskóla. Á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar hafði löggan lokað Miklubrautinni en sleppti samt stætó áfram þannig að við lentum í að bíða þar í eilífðartíma (fannst mér) á meðan löggan samdi við krakkahóp sem stoppaði umferð við Kringlumýrarbrautina um að hleypa okkur framhjá. Komst vestureftir og náði síðasta bitanum af aðalfundi B&U og svo fórum við í rútu upp í VR þar sem krakkaskríll stoppaði rútuna. Ein stelpanna fór út að reyna að semja við krakkana svo þau skemmdu ekki rútuna en það fór ekki betur en svo að hún lenti í ryskingum. Löggan kom og lét þá (þetta voru bara strákar) hleypa okkur framhjá en þeir eltu okkur inn í húsið - veit ekki alveg hvað þeir voru að hugsa. En voru samt svolítið fyndnir. Vissu ekki alveg hverju þeir voru að mótmæla - ég trúi best þessu með bíóverðið! Það var vel tekið á móti okkur í VR og við frædd um rafræna skjalastjórn. Svo fórum við í Kópavog og spiluðum Lazertag - svakalega skemmtilegt - og ein besta brennsla sem ég hef farið í. Það bogaði af manni svitinn. Ég væri sko alveg til í að fara þarna oftar. Ferðin endaði á Tapas niður í Hlaðvarpa. Fengum góðan mat. Mér þótti beikonvöfuðu döðlunar bestar - og svo náttúrlega ábætisrétturinn :-). Frábær dagur í alla staði þó ég hefði viljað sleppa að sjá múgæsinguna í krakkahjörðinni.

Engin ummæli: