fimmtudagur, apríl 24, 2008
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar dúllurnar mínar. Dagurinn byrjaði ósköp vel með fögrum fyrirheitum og lestri - fór í gönguferð um hádegi og ætlaði svo að halda áfram að vera dugleg að læra en lagði þá í leti og ómennsku. Suss. Er mikið búin að pæla í lögregluofbeldi og vörubílsstjórum. Fór í gær að þvo Litla Rauð og varð skelfingu lostin þegar tveir risabílar, annar með moldarhlass æddu framhjá mér upp rampinn upp á Breiðholtsbrautina. Ég var á 70 (það er 50 km hámarkshraði þarna) hélt hann ætlaði að keyra yfir mig. En þeir voru náttúrlega á leið til að aðstoða félaga sína í nauðum. Þessi læti minna mig á Osló á árum áður. Þá voru árviss slagsmál niðri í bæ nóttina fyrir 1. maí. Táragas og læti. Og virðulegt fólk kom með fjölskylduna í bæinn að horfa á lætin og varð fúlt ef það varð ekki nógu mikið stuð eða það varð fyrir einhverju hnjaski.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli