mánudagur, apríl 28, 2008
Sjónvarp og próflestur
Ég sjónvapslausa konan laumaðist undan lestri í kvöld og horfði á Ný Evrópa með augum Palins eða Michael Palin's New Europe: Austrænt yndi. Snilldar þáttur - lá við að maður finndi lyktina líka. Dauðsé eftir að hafa misst af fyrsta þættinum. Hann var víst um Albaníu. Þangað kom ég fyrir margt löngu, gríðarlega fallegt land og elskulegt fólk. Svo fékk ég besta ís heimsins í Elbasan. Já annars svo hefur mér líka tekist að lesa Nornina í Portobello eftir Paulo Coelho. (ég er samt búin að læra líka!) Það skemmir mann ekkert að lesa þessa bók - og endirinn kom á óvart.
sunnudagur, apríl 27, 2008
úff
Það er svo gaman að föndra þegar maður á að vera að læra ... betra að gera allt annað en það sem maður á að vera að gera. Hvenær skildi maður eiginlega fullorðnast.
laugardagur, apríl 26, 2008
ævintýri
Lenti aldeilis í ævintýrum í gær. Fór í strætó vestur í Háskóla. Á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar hafði löggan lokað Miklubrautinni en sleppti samt stætó áfram þannig að við lentum í að bíða þar í eilífðartíma (fannst mér) á meðan löggan samdi við krakkahóp sem stoppaði umferð við Kringlumýrarbrautina um að hleypa okkur framhjá. Komst vestureftir og náði síðasta bitanum af aðalfundi B&U og svo fórum við í rútu upp í VR þar sem krakkaskríll stoppaði rútuna. Ein stelpanna fór út að reyna að semja við krakkana svo þau skemmdu ekki rútuna en það fór ekki betur en svo að hún lenti í ryskingum. Löggan kom og lét þá (þetta voru bara strákar) hleypa okkur framhjá en þeir eltu okkur inn í húsið - veit ekki alveg hvað þeir voru að hugsa. En voru samt svolítið fyndnir. Vissu ekki alveg hverju þeir voru að mótmæla - ég trúi best þessu með bíóverðið! Það var vel tekið á móti okkur í VR og við frædd um rafræna skjalastjórn. Svo fórum við í Kópavog og spiluðum Lazertag - svakalega skemmtilegt - og ein besta brennsla sem ég hef farið í. Það bogaði af manni svitinn. Ég væri sko alveg til í að fara þarna oftar. Ferðin endaði á Tapas niður í Hlaðvarpa. Fengum góðan mat. Mér þótti beikonvöfuðu döðlunar bestar - og svo náttúrlega ábætisrétturinn :-). Frábær dagur í alla staði þó ég hefði viljað sleppa að sjá múgæsinguna í krakkahjörðinni.
föstudagur, apríl 25, 2008
Afleggjarinn
Í kæruleysi mínu í gærkvöldi byrjaði ég að lesa bókina Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafsdóttur. Kláraði hana í morgun. Yndisleg bók. Mæli með henni.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar dúllurnar mínar. Dagurinn byrjaði ósköp vel með fögrum fyrirheitum og lestri - fór í gönguferð um hádegi og ætlaði svo að halda áfram að vera dugleg að læra en lagði þá í leti og ómennsku. Suss. Er mikið búin að pæla í lögregluofbeldi og vörubílsstjórum. Fór í gær að þvo Litla Rauð og varð skelfingu lostin þegar tveir risabílar, annar með moldarhlass æddu framhjá mér upp rampinn upp á Breiðholtsbrautina. Ég var á 70 (það er 50 km hámarkshraði þarna) hélt hann ætlaði að keyra yfir mig. En þeir voru náttúrlega á leið til að aðstoða félaga sína í nauðum. Þessi læti minna mig á Osló á árum áður. Þá voru árviss slagsmál niðri í bæ nóttina fyrir 1. maí. Táragas og læti. Og virðulegt fólk kom með fjölskylduna í bæinn að horfa á lætin og varð fúlt ef það varð ekki nógu mikið stuð eða það varð fyrir einhverju hnjaski.
sunnudagur, apríl 20, 2008
vefsíðan flogin
Búin að senda vefsíðuna frá mér - má ekki vera að því að leika með mér hana lengur. Búin að skrifa skýrsluna líka. Skila henni um leið og ég fer í skráningarprófið á morgun. Þá er allavega tvennt frá af verkefnaflóði vorsins. Ætlaði að klára vefinn í gær og byrja að kíkja á næstu verkefni í dag. Held það verði þó að bíða til morguns og lykluninn lendi á undan rafrænu gagnasöfnunum í forgangsröðuninni. Já úps - svo verður víst að lesa fyrir prófið sem verður eftir viku. .... Mér leiðist ekki allavega. :)
laugardagur, apríl 12, 2008
Vefkvein
Búin að sitja allan daginn og dunda við litla vefófétið - ætlaði svo að setja inn mynd til gamans - og hvað gerðist - blahhh - get heldur ekki lagað. Þetta er nú ekki einleikið. Mig dreymdi í nótt ég félli í dönsku. - Varð frekar undrandi. Vissi ekki að ég væri í dönsku og þar að auki fannst mér undarlegt (meira að segja í draumnum) að ég hefði fallið í DÖNSKU. Kom on. Ætli þetta þýði að ég falli í vefstjórninni?
Trúi því ekki heldur en mér er farið að þykja þetta verkefni taka of mikinn tíma frá öðrum fögum. (En þetta er samt gaman).
Trúi því ekki heldur en mér er farið að þykja þetta verkefni taka of mikinn tíma frá öðrum fögum. (En þetta er samt gaman).
fimmtudagur, apríl 10, 2008
Meira vefsukk
Kate sýndi mér í dag hvernig ég á að búa til rosafína flipa - bjó þá til og þeir eru flottir. En ... svo þegar ég fór að sannreyna síðurnar þá voru allar í klessu. Er búin að laga þetta en hliðarlínurnar eru týndar á tveim síðum - og IE á stóru tölvunni er eins og sá ljóti hafi hrært í síðunum. Bara skil þetta ekki. Leit vel út niðri í skóla í dag og líka í fartölvunni. Má ekki vera að hugsa um neitt annað í náminu - þetta er gríðarlega tímafrek handavinna.
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Vefsíðugerð
Að hamast við að búa til vefsíðu með html og css - og þarf að staðreyna þær hægri vinstri. Var búin að búa til voða fína síðu - kóðinn í lagi og virkaði vel í þrem vöfrum á fartölvunni. Svo þegar ég kíkti hana á fullorðnum skjá í Internet Explorer fór hún alveg út og suður. Ég bugast - hætt í kvöld. En suss - fattaði það allt í einu að klukkan er 9 og ég gleymdi að borða kvöldmat. Þetta hlýtur að hafa verið gaman.
sunnudagur, apríl 06, 2008
Nýr tölvuskjár
Sit núna gríðarlega roggin fyrir framan 17 tommu kýrskíran túbuskjá. Liggur við ég fái víðáttubrjálæði. Yndislegir vinir mínir voru með einn sem þau þurftu ekki að nota og ég fékk hann. En mikið rosalega eru svona fyrirbæri þung!
föstudagur, apríl 04, 2008
tæknin að stríða
Gamli tölvuskjárinn gaf upp andann í dag. Ekki gott því það var ritgerð í tölvunni sem ég kunni ekki að veiða út án skjásins. Hélt ég hefði verið búin að senda ritgerðina frá mér - en hafði gleymt að hengja hana við ! Stundum er maður bara óheppinn. Þurfti að taka gamla útgáfu og vinna upp á nýtt. Kannski hún hafi bara orðið betri :) En - núna vantar mig nýjan skjá - á einhver gamlan nothæfan tölvuskjá???
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)