mánudagur, mars 17, 2008
Heiðin í bíó
Fékk tilbaka vefverkefnið í dag. Þokkalega ánægð með einkunina - var ekkert nærri falli. Vissi ekkert hvað ég var að gera svo ég tel mig hafa sloppið vel. Nú þarf ég bara að kíkja vel á og reyna að skilja hvað ég á að gera öðruvísi. Krónan virðist í frjálsu falli og hlutabréfin rýrna - ekki gott fyrir mig í dag því ég var að selja til að borga hluta í lóðinni þarna fyrir austan. - En allavega á ég núna einhverja landsspildu og það er nú ekki slæmt :). Ég dró Kate með mér á Heiðina í Háskólabíó klukkan 18. Lúmskur og flottur húmor í myndinni. Myndatakan og landslagið frábært og leikararnir fínir. En Einar - hvernig fóru kosningarnar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli