þriðjudagur, mars 11, 2008

bækur og matur

Skilaði ritgerð í gær og fékk tilbaka verkefni í Lyklun - fékk 8,5 og er bara vel sátt við það. Kom við í 10-11 á leiðinni heim og fann allt í einu út að ég ætti skilið verðlaun og keypti mér Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Veit ég má ekkert vera að því að lesa skáldsögur en ætla samt að gefa mér tíma fyrir hana.
Var gríðarlega flott á því á laugardaginn var. Fór tvisvar út að borða sama daginn. Fyrst með RopeYoga vinkonum í Gló í hádeginu. Það var löngu ákveðið og var alveg yndislegt. Svo hringdi Auður síðdegis og við fórum og borðuðum á Icelandic Fish and chips. Borðaði alveg dásamlegan steinbít. Mæli sterklega með báðum þessum veitingastöðum. Við Auður skipumst á afmælisgjöfum. Höfum báðar svo annríkt að afmælishald fór fyrir lítið. Hún gaf mér tvær bækur - önnur fjallar um hugsanagang Ítala og hin - æðislegt! -- er matreiðslubók Muminmömmu :) altsvo MuminMammans Kokbok - og það er sko eldað meira en barrnálar á þeim bæ!

Engin ummæli: