laugardagur, mars 22, 2008
Gamalt sjónvarpsgrín
ARG - mikið viðbjóðslega getur Hjálmar Hjálmarsson verið hryllilega leiðinlegur. Eins og var gaman að horfa á gömlu sketsin. Þau voru náttúlega misfyndin en sum voru algjör snilld. Vil fá meira af gömlu sjónvarpsgríni - Hjálmarslausu - nema hann má sjást í gömlum upptökum. En hvernig var það, var það ekki 1986 áramótaskaupið sem var fyndnast?
föstudagur, mars 21, 2008
gleðigjafi um páska - eða páskaungi?
Þetta er Fóa feykiróa sem er páskagestur hér í Trönuhjallanum meðan þjónar hennar brugðu sér vestur á firði. Ætlaði að taka alvöru mynd af henni em álfarnir hafa greinilega fengið myndavélina lánaða - svo þetta er símamynd og ekki góð. Fóa feykiróa er búin að vera hérna í næstum tvo sólarhringa og er sannur gleðigjafi. Syngur og blístrar glaðlega. Gargar reyndar smá - ef það koma gestir - og tekur stundum smá flugæfingar í búrinu. Ótrúlega mikill félagsskapur í svona fyrirbæri - ég á miklu auðveldara með að halda mig að verkefnavinnu fyrir bragðið. Hefði örugglega látið freistast af góða veðrinu og farið út að hjóla hefði ég verið hér alein og frústreruð yfir vefverkefninu. Búin að taka viðtölin - á bara eftir að smíða þetta í 3.500 orða ritgerð. Hlustaði á Spurningakeppni fjölmiðlanna í dag. Stolt af mínu fólki á RÚV - þó það sé orðið RÚV ohf. þá er það samt alltaf mitt.
mánudagur, mars 17, 2008
Heiðin í bíó
Fékk tilbaka vefverkefnið í dag. Þokkalega ánægð með einkunina - var ekkert nærri falli. Vissi ekkert hvað ég var að gera svo ég tel mig hafa sloppið vel. Nú þarf ég bara að kíkja vel á og reyna að skilja hvað ég á að gera öðruvísi. Krónan virðist í frjálsu falli og hlutabréfin rýrna - ekki gott fyrir mig í dag því ég var að selja til að borga hluta í lóðinni þarna fyrir austan. - En allavega á ég núna einhverja landsspildu og það er nú ekki slæmt :). Ég dró Kate með mér á Heiðina í Háskólabíó klukkan 18. Lúmskur og flottur húmor í myndinni. Myndatakan og landslagið frábært og leikararnir fínir. En Einar - hvernig fóru kosningarnar?
þriðjudagur, mars 11, 2008
bækur og matur
Skilaði ritgerð í gær og fékk tilbaka verkefni í Lyklun - fékk 8,5 og er bara vel sátt við það. Kom við í 10-11 á leiðinni heim og fann allt í einu út að ég ætti skilið verðlaun og keypti mér Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Veit ég má ekkert vera að því að lesa skáldsögur en ætla samt að gefa mér tíma fyrir hana.
Var gríðarlega flott á því á laugardaginn var. Fór tvisvar út að borða sama daginn. Fyrst með RopeYoga vinkonum í Gló í hádeginu. Það var löngu ákveðið og var alveg yndislegt. Svo hringdi Auður síðdegis og við fórum og borðuðum á Icelandic Fish and chips. Borðaði alveg dásamlegan steinbít. Mæli sterklega með báðum þessum veitingastöðum. Við Auður skipumst á afmælisgjöfum. Höfum báðar svo annríkt að afmælishald fór fyrir lítið. Hún gaf mér tvær bækur - önnur fjallar um hugsanagang Ítala og hin - æðislegt! -- er matreiðslubók Muminmömmu :) altsvo MuminMammans Kokbok - og það er sko eldað meira en barrnálar á þeim bæ!
Var gríðarlega flott á því á laugardaginn var. Fór tvisvar út að borða sama daginn. Fyrst með RopeYoga vinkonum í Gló í hádeginu. Það var löngu ákveðið og var alveg yndislegt. Svo hringdi Auður síðdegis og við fórum og borðuðum á Icelandic Fish and chips. Borðaði alveg dásamlegan steinbít. Mæli sterklega með báðum þessum veitingastöðum. Við Auður skipumst á afmælisgjöfum. Höfum báðar svo annríkt að afmælishald fór fyrir lítið. Hún gaf mér tvær bækur - önnur fjallar um hugsanagang Ítala og hin - æðislegt! -- er matreiðslubók Muminmömmu :) altsvo MuminMammans Kokbok - og það er sko eldað meira en barrnálar á þeim bæ!
sunnudagur, mars 02, 2008
Glæpurinn og frústrasjónir
Ég er alveg gargandi frústruð og fúl út í Danina. Þoli ekki þegar handritshöfundar fara svona illa með mann. Hér hangir maður í lausu lofti. Theis í fangelsi fyrir drepa besta vin sinn sem myrti dóttur hans. Og Vagn sjálfur sem ögrar honum til að skjóta. Löggan fær ekki að yfirheyra Vagn - var hann þá raðmorðingi? Eða er hann bara að hilma yfir einhverjum öðrum. ARRRRRG. Ég held þessir a........ Baunar séu að plotta framhaldsseríu. Og ég sný nú bara út úr því sem konan sagði um árið og segi "og hvað verður nú um Pernillu og drengina".
Þá krefst ég þess að fá annan endi og líka betri mynd af gömlu bekkjarmyndinni!
Þá krefst ég þess að fá annan endi og líka betri mynd af gömlu bekkjarmyndinni!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)