mánudagur, desember 31, 2007
Myrkrið á Egilsstöðum
Það er sko búið að vera fjör hér fyrir austan. Brjálað rok og rigning og snjórinn nær allur horfin. Fjörið byrjaði rúmlega fjögur á því að Grísinn byrjað að væla fyrir utan. Hann ruggaði eins og skip í stórsjó og danska þjófavarnarkerfið hélt að Kári væri að reyna að brjótast inn. Varð að vekja bóndann sem hafði falið bíllyklana. Hann þaggaði niður í Grísnum og fékk því styttri svefn en hann hafði gert ráð fyrir. Stuttu seinna varð rafmagnslaust en bara stutt. En það fór aftur um klukkan 6. Bóndinn fór út í myrkrið klukkan 7 til að fara í vinnuna. Kom aftur hálftíma seinna og sagði ekki ferðafært en það ætti að reyna að fara klukkan 9. Verð nú bara að segja að ég var feginn - leist ekkert á Fagradalinn í þessu líka veðri og færð. Klukkan 10 var hringt og sagt að það yrði ekkert farið. Þá var rafmagnið komið og við höfðum stokkið á að hita kaffi og mat. Við fengum kaffi - en maturinn varð bara volgur því rafmagnið fór fljótt aftur. Rokið var svo rosalegt að maður fann hvernig gólfið titraði í hviðum. Svo var svartamyrkur nema græn dularfull birta barst frá flugvellinum og svo lýstu bílljósin upp og sýndu hvernig rigningin spíttist lárétt eftir götunum. Svaka fjör - en ég er feginn að hafa ekki þurft að fara út.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilegt ár elsku frænka mín.
Ég er auðvitað ekki nafnlaus og heiti Jóhanna eins og margar aðrar góðar konur í þessari ætt.
Skrifa ummæli