Fyndið að eiga heima á tveim stöðum. Fékk það í mig í dag að ég yrði að baka. Meina það - við eigum sko nóg að borða og þurfum engar kökur. En matreiðslu- bækur eru á hinum staðnum og fann ekkert sem passaði á netinu. Hvað gera konur þá - jú - þær skálda kökur. Bakaði tvær tegundir - uppistaðan í annarri var haframjöl og hinni kornflex. Lukkuðust bara vel. Gaman að svona.
Vökuðum seint í morgun. Varð furðu slegin, það var allt orðið hvítt úti. Bóndi minn ákvað á miðjum degi að hann vildi skreppa niður á Reyðarfjörð. Ég auðvitað með - skíthrædd - hálkuhrædd og vitlaus - en þetta gekk alveg ljómandi enda maðurinn einstakur bílsstjóri. Vona að þið hafi það jafn gott og ég í jólaundirbúningum.
sunnudagur, desember 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli