mánudagur, desember 31, 2007

Myrkrið á Egilsstöðum

Það er sko búið að vera fjör hér fyrir austan. Brjálað rok og rigning og snjórinn nær allur horfin. Fjörið byrjaði rúmlega fjögur á því að Grísinn byrjað að væla fyrir utan. Hann ruggaði eins og skip í stórsjó og danska þjófavarnarkerfið hélt að Kári væri að reyna að brjótast inn. Varð að vekja bóndann sem hafði falið bíllyklana. Hann þaggaði niður í Grísnum og fékk því styttri svefn en hann hafði gert ráð fyrir. Stuttu seinna varð rafmagnslaust en bara stutt. En það fór aftur um klukkan 6. Bóndinn fór út í myrkrið klukkan 7 til að fara í vinnuna. Kom aftur hálftíma seinna og sagði ekki ferðafært en það ætti að reyna að fara klukkan 9. Verð nú bara að segja að ég var feginn - leist ekkert á Fagradalinn í þessu líka veðri og færð. Klukkan 10 var hringt og sagt að það yrði ekkert farið. Þá var rafmagnið komið og við höfðum stokkið á að hita kaffi og mat. Við fengum kaffi - en maturinn varð bara volgur því rafmagnið fór fljótt aftur. Rokið var svo rosalegt að maður fann hvernig gólfið titraði í hviðum. Svo var svartamyrkur nema græn dularfull birta barst frá flugvellinum og svo lýstu bílljósin upp og sýndu hvernig rigningin spíttist lárétt eftir götunum. Svaka fjör - en ég er feginn að hafa ekki þurft að fara út.

föstudagur, desember 28, 2007

Vantar bók númer 3

Kláraði Pigen der legede med ilden i gær. Sem sé bók 2 eftir Stieg Larsson. Fannst hann fara hægt af stað. Þurfti að kynna svo marga til sögunnar. En þegar hann fór af stað þá var erfitt að sleppa bókinni. Nú vantar mig bara númer þrjú. Labbaði upp í bóksafn og sankaði að mér helling af bókum sem ég ætla að kíkja á - en þar var bara til fyrsta bókin í seríunni. Bóndinn er á næturvakt svo ég verð að vera stilt heima á daginn og get vakað lengi og lesið á nóttinni. Það er gríðarlega fallegt hér - snjór yfir öllu en alvega hrikalega launhált - og mannbroddarnir fyrir sunnan.

miðvikudagur, desember 26, 2007

Karlar sem hata konur

Búin með fyrstu bókina af þremur eftir Stieg Larsson - á dönsku - hún heitir Mænd der hader kvinder. Mæli með henni - en nauðsynlegt er að taka fram að það er ekki ráðlegt að byrja á henni nema maður hafi góðan tíma og þurfi ekki að sinna nauðsynjaverkum eins og að sofa og fara í vinnuna. Tékkaði og fann út að Bjartur hefur útgáfuréttinn. Treysti því þeir setji frábæran þýðanda í verkið og komi bókunum fljótt út. Má ekki vera að því að blogga meira - bók 2 bíður. En hér er sænskur linkur fyrir áhugasama.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Jóladagur

Mig langaði þvílíkt í heitt súkkulaði með rjóma í dag. Ein heima því bóndinn var að vinna og ég að lesa skemmtilega bók eftir Stieg Larsson. Það er fimbulkuldi í þeirri bók og kannski ástæðan sem kveikti á súkkulaðilönguninni. En þó - þegar ég loksins kom því í verk að ná í kakómaltdunkinn og brugga mér súkkulaðilíki með ís úti - og ég fann bragðið mundi ég að hefð mín til þessa á jóladag var að fara til móðursystur minnar og drekka heitt súkkulaði úr forláta bláum postulínsbollum. En - síðustu jól var í síðasta skipti. Veit ekki einu sinni hvert bláu bollarnir fóru.

sunnudagur, desember 23, 2007

Þorláksmessa

  Fyndið að eiga heima á tveim stöðum. Fékk það í mig í dag að ég yrði að baka. Meina það - við eigum sko nóg að borða og þurfum engar kökur. En matreiðslu- bækur eru á hinum staðnum og fann ekkert sem passaði á netinu. Hvað gera konur þá - jú - þær skálda kökur. Bakaði tvær tegundir - uppistaðan í annarri var haframjöl og hinni kornflex. Lukkuðust bara vel. Gaman að svona.
Vökuðum seint í morgun. Varð furðu slegin, það var allt orðið hvítt úti. Bóndi minn ákvað á miðjum degi að hann vildi skreppa niður á Reyðarfjörð. Ég auðvitað með - skíthrædd - hálkuhrædd og vitlaus - en þetta gekk alveg ljómandi enda maðurinn einstakur bílsstjóri. Vona að þið hafi það jafn gott og ég í jólaundirbúningum.
Posted by Picasa

laugardagur, desember 22, 2007

13 sagan

Hef haft það alveg yndislegt - flaug austur í fyrradag. Daginn eftir síðasta próf. Gekk frá heima, náði í internetverkefni 2 - renndi í fljótheitum yfir athugsemdirnar og skutlaði mér upp í flugvélina. Það er gott að fá góðar athugasemdir við verkefnin því það hjálpar manni við að gera betur næst. En ég verð að viðurkenna að mér hefði þótt betra að fá þetta fyrr. En ég er sem sagt á Egilsstöðum núna. Fékk yndilega flugferð. Dásamlegt útsýni yfir eystri hluta hálendisins, Herðubreið er ekki beint ljót úr lofti. Svo var sólarlagið alveg ótrúlega fallegt þegar við nálguðumst Egilsstaði. Fór svo út að labba í gær - það var nánast sumarveður, yndislegt og milt. Í dag er aftur á móti miklu kaldara og komið frost.
Við þurfum lítið að jólast svo ég hef haft það verulega huggulegt og lesið 13. söguna sem ég mátti ekki vera að lesa í vetur með bókaklúbbnum mínum. En það er um þá bók að segja að ég hefði verulega gaman að henni. Höfundurinn skammast sín ekkert fyrir að hafa lært af viktoríönskum höfundum og mér finnst ég líka sjá eitthvað frá Daphne du Maurier enda byggir hún jú líka á Jane Eyre eins og þessi - eða þannig. En 13. sagan - mér fannst stöllur mínar í bókaklúbbunum ekkert allt of hrifnar af bókinni. En ég er hrifin - og gríðarlega ánægð með að hafa geta legið í henni. Næsta verkefni í bókaheiminum er að lesa Stieg Larsson. Steinunn vinkona lánaði mér tvær bækur eftir hann á dönsku. Hlakka óskaplega til - en verð að treina mér þær. Þær verða að duga öllu jólin. Á ekkert meira að lesa.

þriðjudagur, desember 18, 2007

the gap

Ég er að sjá það núna - og trúi því að ég hafi lesið það áður - allvega er svoleiðis merkt við í bókinni - að það sé mjög mikilvægt bókasafns- og upplýsingafræðingum að hafa gott minni. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég held ég sé á rangri braut ...

mánudagur, desember 17, 2007

Eitt próf frá


Lifði af Upplýsinga og skjalastjórnarprófið - en klúðraði því nánast vegna fljótfærni. Hélt ég mætti velja á milli 3a og 3b eins og mátti í 2a og 2b. Ég get verið alveg ótrúlega fljótfær og illa læs svona á stundum. Nú fer ég bara í bað eða eitthvað til að skola út þessari visku og eiga pláss fyrir næstu sem er þekkingamiðlun.

sunnudagur, desember 16, 2007

úha heimapróf á morgun

Búin að lesa allar glærur og skoða allt sem ég get skoðað fyrir prófið á morgun. Fékk svo póst frá Önnu að það mætti ná í einkunnir fyrir verkefni 2. Það verður allavega ekki gert á morgun ;-) og spurning hvort maður eigi að leggja það á sig fyrir prófið á miðvikudaginn. Svona ef manni hefur gengið illa - reyndar líka ef manni hefur gengið vel - það eyðileggur einbeitinguna. Jam - kannski best að fara að sofa - þarf allan þann kraft sem til er á morgun. Hósta eins og rolla - gott að vera í einangrun og trufla ekki hina.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Heimasíðan flogin

Good habits are as easy to form as bad ones segir maður sem heitir Tim McCarver og ég veit ekkert meira um. Er að reyna að laga vondu siðina. Var að senda Önnu slóð á heimasíðuna mína - 5 dögum fyrir skilalok. Stolt af mér. Er nefnilega að berjast við frestunaráráttu. Held alltaf að ég geti lagað eitthvað pínulítið meira og bíð alltaf fram á síðasta augnablik. En núna er heimasíðan floginn og líka flokkunarverkefnið. Ekki hægt að breyta meiru.
Núna er bara að lesa og muna og lesa og muna og lesa og muna og geta svo komið því frá sér á skilmerkilegan hátt.

sunnudagur, desember 02, 2007

þá veit maður það

Your Brain is 53% Female, 47% Male

Your brain is a healthy mix of male and female
You are both sensitive and savvy
Rational and reasonable, you tend to keep level headed
But you also tend to wear your heart on your sleeve