föstudagur, september 02, 2011

Vinnusjal klárað

Afrekaði að klára sjal úr bulkylopa - sem ég ætla að hafa á bókasafninu í vetur. Verkið var auðvelt því ég notaði pjóna númer 20 sem ég keypti í Eskju á Eskifirði en garnið náði ég í á Ísafirði! Svona til að muna - ef ég þarf að stækka sjalið þá er litanúmerið 1417 og pökkuarnúmer 2702.

Sænskar spennubækur

Fékk aftur lánaða rafbók hjá Norræna húsinu, sú heitir Paganinikontraktet og er eftir Lars Kepler. Svakaleg mannvonska í þeirri bók! En spennandi. Mikil er ábyrgð þeirra Sjöwall og Wahlöö að hafa komið þessum löggubókum af stað.
Eini gallinn við svona rafbókalán er að maður er búin að lesa bækurnar þegar þær koma út í íslenskri þýðingu!