fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Egilsstaðir

Hef verið hér í 12 daga. Mikið búið að gerast og það hefði verið snjallt að skrá niður ferilinn jafnóðum - því það gleymist ansi fljótt hvað og hvernig hlutirnir gerast. Búin að fá lánaðan sófa, sófaborð, og tvo klappstóla. Keypti rúm, gardínur, gardínustöng, tölvuborð og stól í Rúmfó á Akureyri. Fjárfestingin með heimsendingarkostnaði er upp undir 100.000 svo það er vel sloppið. Enn vantar mig kæliskáp og svo ætlaði ég að kaupa mér hraðsuðuketil en fann engan girnilegan í Húsasmiðjunni. Leita betur síðar.

Vinnan gengur ágætlega. Flækir svolítið málin að enginn veit hvað verður. Verður flutt, sameinað eða ekki? Vinnufélagar eru frábærir og allir taka mér einstaklega vel.

Veðrið hefur verið mjög gott og spáð upp undir 25 stiga hita hér um helgina. Skemmir eflaust ekki fyrir Ormsteitinu sem byrjar á morgun. Mínu hverfi hefur verið úthlutað fjólubláum lit, þannig að ég get mætt galvösk á hverfahátíð á morgun í mínum lit og þarf ekki að fá neitt lánað ...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með þér hérna.
Hafðu það best,
kv
Sandra Dögg

Til að muna .. sagði...

Takk fyrir það Sandra Dögg :)