sunnudagur, ágúst 29, 2010

Dömu- og berjahelgi

Yndisleg helgi. Var í húsmæðraorlofi hjá Sjöfn, fórum og tíndum ber í Selskóg, horfðum á bíómyndir af leigunni, prjónuðum, spjölluðum og borðuðum. Ekki slæmt. Yndislegt veður - reyndar kaldara í gær - og það kom HAGL um tvöleitið. En hlýtt og yndislegt í dag. Lögurinn spegilssléttur og allt eins og það á að vera.

Kate og Ómar komu við hér í kvöld seint og fengu aðalbláber með rjóma áður en þau héldu áfram suður á Breiðdalsvík. Koma vonandi aftur við á morgun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það frænka góð. Ertu alveg hætt að blogga?
js

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það. Ertu alveg hætt að blogga?
nafnan