laugardagur, júlí 03, 2010

Þórsmörkin


Fór í dagsferð í Þórsmörk með Auði í dag. Tókum rútu á BSÍ klukkan 8. Skiptum um rútu og bílstjóra á Hvolsvelli. Stoppuðum við Seljalandsfoss og við Gígjökul. Fáránleg breyting á einum stað. Keyrðum fram á jeppa sem hafði brotið undan sér í einum læknum á leiðinni inn. Krossá rosalega leiðinleg. Morgunferðin úr Húsadal hafði víst verið skelfileg. En grafan var búin að vera að laga síðan og vörubíll að finna góð vöð. Fórum yfir í fylgd með vörubílnum.
Skiptum um bíl og bílstjóra í Húsadal og fórum inn í Bása. Þar tók Ingi á móti okkur og tveir flugbjörgunarstrákar sem eru þarna við gæslu. Okkur fannst við komnar heim þegar við komum í Bása - tala nú ekki um þegar maður kannast við skálavörðinn. Borðuðum og vöppuðum blómum skrýddan Litla Básahring. Fáir á tjaldstæðinu. Vorum svo keyrðar yfir í Langadal og skokkuðum yfir í Húsadal og vorum þar á sama tíma og rútan. Fréttum af jeppa sem hafði farið á flot í Krossá og stórskemmst. En en enginn skaði á fólki.
Mættum nokkrum bílum á leiðinni inn í Mörk og bíllinn sem hafði verið stopp í miðjum læknum var kominn upp á bakkann og búið að rífa undan honum vinstra framhjólið. Frábær dagur og minnir mann á að það er nauðsynlegt að heimsækja Þórsmörk reglulega. Við vorum einu íslendingarnir í rútunni og fengum prinsessumeðhöndlun af bílstjórnum. Já - og Ingi spurði hverkonar vitleysa þetta væri eiginlega að koma svona og fara heim á laugardagssíðdegi - og það fyrstu helgina í júlí! :) Veðrið var frábært, mest þurrt þar sem við vorum en smávæta síðasta spölinn í Húsadal. En greinileg hellidemba skammt frá.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilega ólíkar myndir. Önnur sýnir sand og auðn en hin blóm og tré. Samt er ekki langt á milli staðanna.
JS