sunnudagur, apríl 25, 2010
Búkonulegt frænkukríli
Fékk ánægjuna af að fylgja frænkukrílinu á leikvöllinn á sumardaginn fyrsta. Hún undi sér þar lengi í sólskininu.
þriðjudagur, apríl 06, 2010
Mikill léttir
Þrekraunin ógurlega búin. Fékk góða hjálp við að klára skattskýrslurnar. Þetta er ekkert flókið þegar fólk veit hvað það er að gera. En næsta ár verður þetta ekkert mál trúi ég - þá verður það bara að ýta á send.
Gaman í vinnunni í dag. Fékk að skrá eitt einkaskjalasafn - mikið á norsku - það skemmir ekki.
Gaman í vinnunni í dag. Fékk að skrá eitt einkaskjalasafn - mikið á norsku - það skemmir ekki.
mánudagur, apríl 05, 2010
Nýja hjólið
Vígði nýja hjólið í gær - fór 10 km - kom við miðja leið og fékk að smakka páskaegg og skoða gamlar myndir frá Ósló. Afskaplega vorum við ung og mjó :-). Fór líka í smáhjólatúr í dag en í hina áttina - upp brekkuna ógurlegu. Hjólið réði við brekkuna en mér keðjan fór af þegar ég reyndi að setja gír. Fljótlegt að redda því. Bara 2 km upp til Steina og Siggu svo túrinn var stuttur. Fékk kaffi og fiktaði aðeins í tölvunni. Skítkalt á leiðinni heim en fór samt í Elliðaárdalsvapp með Eddu á eftir. Allt í góðu nema skattskýrslur eru enn ófrágengnar. Fresturinn rennur út á morgun :(
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)