sunnudagur, ágúst 23, 2009

Leti

Var allt of lengi í höfuðstaðnum í gær - og labbaði mig upp að öxlum (minnst). Byrjaði á að hvetja hlaupara og endaði á Borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér í bók. Lá í leti í dag og las téða bók, Frelseren eftir Jo Nesbö, og hafði mikið gaman af. Nesbö skrifar góða krimma og ég fíla Oslóarkrimma. Verulegur aukabónus þegar maður þekkir staðhætti.

Engin ummæli: